Eigin herrar eða hverra manna? Kvenforsetar Suður-Ameríku í aðdraganda og kjölfar kosninga

Þessi meistararitgerð í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands fjallar um núverandi kvenkyns þjóðarleiðtoga í Suður-Ameríku og er ætlað að varpa ljósi á fyrirbærið „la presidenta“ í stjórnmálalegu samhengi. Rannsóknin er tvíþætt. Í fyrri hluta er orðræðugreiningu í anda Foucault beitt á innsetningarr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Una Friðjónsdóttir 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17660
Description
Summary:Þessi meistararitgerð í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands fjallar um núverandi kvenkyns þjóðarleiðtoga í Suður-Ameríku og er ætlað að varpa ljósi á fyrirbærið „la presidenta“ í stjórnmálalegu samhengi. Rannsóknin er tvíþætt. Í fyrri hluta er orðræðugreiningu í anda Foucault beitt á innsetningarræður forsetanna í því skyni að kanna hvort þær einkennist fremur af styðjandi eða mengandi kvenleika. Styðjandi kvenleiki styður beint eða óbeint við hefðbundin kynhlutverk á meðan mengandi kvenleiki miðar að því að breyta staðalmyndum og berjast gegn hvers konar mismunun sem rekja má til kynferðis. Niðurstöður greiningarinnar eru að orðræðan í innsetningarræðunum beri einkenni styðjandi kvenleika en að þó glitti í mengandi áherslur þar sem þeim verður komið við án þess að ýfa pólitískar fjaðrir. Í seinni hluta rannsóknarinnar er sömu orðræðugreinandi aðferð beitt á umfjallanir um forsetana í spænsku fjölmiðlunum El País og El Mundo í aðdraganda og kjölfar kosninga með það að markmiði að kanna hvort birtingarmyndirnar séu kynjaðar. Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta að svo sé en þó ekki endilega á þann hátt sem búast mætti við fyrirfram. Frekar en að smætta forsetana með tilvísunum í útlit eiga pólitískir andstæðingar til að líkja þeim við strengjabrúður forvera í embætti auk þess sem hefð hefur myndast fyrir notkun á eiginnafni kvenkyns stjórnmálamanna í stað eftirnafns. The aim of this Master’s Dissertation in International Relations from the University of Iceland is to cast a light on the current female presidents of South America and to explore the role of "la presidenta" in the political context. The research is twofold. First, Foucauldian discourse analysis is applied to the presidents’ inaugural speeches in order to investigate whether they have more in common with emphasized femininity or pariah femininity. Emphasized femininity supports traditional gender roles, either directly or indirectly, while pariah femininity aims to alter stereotypes and fight any gender-related discrimination. The findings are ...