Stuðlar námsefnið Kynlíf - Kynfræðsla fyrir ungt fólk að auknu kynheilbrigði hjá nemendum?

Þessi ritgerð er unnin til B.Ed. prófs í grunnskólafræðum við Háskólann á Akureyri, vorið 2008. Markmið hennar er að kanna námsefnið Kynlíf – kynfræðsla fyrir ungt fólk, eftir Ásdísi Olsen. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er eftirfarandi; Stuðlar námsefnið Kynlíf - Kynfræðsla fyrir ungt fólk að au...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Dóra Guðrún Þórarinsdóttir, Hildur Jónasdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2008
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1766
Description
Summary:Þessi ritgerð er unnin til B.Ed. prófs í grunnskólafræðum við Háskólann á Akureyri, vorið 2008. Markmið hennar er að kanna námsefnið Kynlíf – kynfræðsla fyrir ungt fólk, eftir Ásdísi Olsen. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er eftirfarandi; Stuðlar námsefnið Kynlíf - Kynfræðsla fyrir ungt fólk að auknu kynheilbrigði hjá nemendum? Námsefnið er útfært með hugmyndafræði lífsleikninnar þar sem lögð er áhersla á sjálfsþekkingu og sjálfsábyrgð nemenda. Lögð var könnun fyrir kennara frá ólíkum landshlutum sem hafa notast við námsefnið á unglingastigi. Meginviðfangsefni könnunarinnar var að kanna hvort námsefnið stuðli að auknu kynheilbrigði hjá unglingum. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að námsefnið stuðlar að auknu kynheilbrigði meðal nemenda á efsta stigi grunnskóla. Fræðslan sem námsefnið veitir ýtir undir að nemendur tjái sig á uppbyggilegan og einlægan hátt um kynlíf og kynferðismál ásamt því að auka skilning þeirra á líkama sínum og tilfinningum. Jafnframt stuðlar námsefnið að ábyrgari kynhegðun nemenda og dregur úr ranghugmyndum þeirra gagnvart kynferðismálum. Rannsakendur telja að mikilvægt sé að byggja kynfræðslu unglinga á fyrirbyggjandi leiðum í stað þess að grípa til hræðsluáróðurs. Fræðslan er því hugsuð sem jákvætt forvarnarstarf þar sem lögð er áhersla á að byggja upp sjálfstæða nemendur. Neikvæð fræðsla í kennslu getur haft þveröfug áhrif og ýtt undir rangar ákvarðanir þegar kemur að kynferðismálum . Besta forvörnin í kynfræðslu er því sterk sjálfsmynd og góð líkamsvitund.