„Að slökkva á eldspýtum í eldhafi.” Upplifun framhaldskólakennara af kynjafræðikennslu

Markmið þessarar ritgerðar var að kynnast upplifun framhaldsskólakennara af kynjafræðikennslu. Þá var markmiðið einnig að skoða stöðu fræðigreinarinnar sem viðfangsefni í framhaldsskólum landsins og þau áhrif sem kennslan hefur í för með sér. Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð og var ga...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Maríanna Guðbergsdóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17647
Description
Summary:Markmið þessarar ritgerðar var að kynnast upplifun framhaldsskólakennara af kynjafræðikennslu. Þá var markmiðið einnig að skoða stöðu fræðigreinarinnar sem viðfangsefni í framhaldsskólum landsins og þau áhrif sem kennslan hefur í för með sér. Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð og var gagna aflað í gegnum 11 einstaklingsviðtöl við framhaldsskólakennara sem sinna eða hafa sinnt kynjafræðikennslu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að staða kynjafræðinnar innan framhaldsskóla landsins sé nokkuð veik og hún sé ennþá að festa sig í sessi í skólasamfélaginu. Þekkingar- og reynsluleysi kennara virðist vera þeirra helsta hindrun ásamt skorti á fræðilegu námsefni og stuðningi innan skólans. Auk þess sýndu niðurstöður að áhrif kynjafræðikennslu í framhaldsskólum eru mikil og margþætt og hafa áhrif bæði á kennara og nemendur og ná jafnvel langt út fyrir skólastofuna. Kynjafræðikennslan hefur skapað nýjan vettvang innan skólastarfsins sem gefur nemendum kost á að ræða ýmis málefni sem þau hafa annars ekki tækifæri til. Í kjölfarið breytast viðhorf nemenda til kynjajafnréttismála sem hafa jákvæðar afleiðingar í för með sér fyrir skólastarfið og samfélagið í heild. Vonast er til þess að rannsóknin geri fræðigreinina sýnilegri innan skólastigsins, bendi á mikilvægi hennar og hjálpi henni að festa rætur í skólakerfinu. The aim of this study was to look into the experiences of teachers in secondary schools who teach gender studies, as well as to map the status of the gender studies as a subject in Icelandic secondary schools and the effects the teaching may have. The study is based on qualitative research, and data was obtained by 11 interviews with teachers in secondary schools who teach or have teached gender studies. The results indicate that the status of gender studies in secondary schools in Iceland is considerably weak and it is still establishing itself in the school community. Lack of knowledge and experience seems to be the teachers main obstacle along with lack of academic subjects and support ...