Ónæmisstýrandi áhrif þátta úr svömpunum Halichondria sitiens og Geodia macandrewi á þroskun angafrumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4 jákvæðar T frumur in vitro

Inngangur: Leit að lyfjavirkum efnum úr sjávarhryggleysingjum, þar með talið svampdýrum, hefur borið talsverðan árangur og mörg hundruð nýjum lífvirkum efnasamböndum er lýst árlega. Sérstök staðsetning Íslands í Norður-Atlantshafinu gerir það að verkum að í kringum landið er mikill li...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sandra Júlía Bernburg 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17610
Description
Summary:Inngangur: Leit að lyfjavirkum efnum úr sjávarhryggleysingjum, þar með talið svampdýrum, hefur borið talsverðan árangur og mörg hundruð nýjum lífvirkum efnasamböndum er lýst árlega. Sérstök staðsetning Íslands í Norður-Atlantshafinu gerir það að verkum að í kringum landið er mikill líffræðilegur fjölbreytileiki en náttúruefni sjávar í kringum Ísland hafa ekki verið rannsökuð, nema að örlitlu leyti. Hægt er að kanna ónæmisstýrandi áhrif þátta úr svampdýrum í angafrumulíkani in vitro. Angafrumur taka þátt í ónæmissvari þegar sýking á sér stað með því að ræsast og verða að þroskuðum angafrumum og um leið að öflugum sýnifrumum sem geta ræst óreyndar T frumur og komið af stað sérhæfingu þeirra í T verkfrumur. Markmið: Að úrhluta og þátta virk innihaldsefni úr svömpunum Halichondria sitiens og Geodia macandrewi og kanna ónæmisstýrandi áhrif þeirra á þroskun angafrumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4 jákvæðar T frumur in vitro. Aðferðir: Fjórir misskautaðir þættir (A-D) úr Halichondria sitiens og Geodia macandrewi voru úrhlutaðir og ónæmisstýrandi áhrif þeirra könnuð í angafrumulíkani in vitro. Áhrifin voru metin með því að mæla styrk boðefna með ELISA aðferð og tjáningu yfirborðssameinda með frumuflæðisjá. Eftir skimun var þáttur C úr Halichondria sitiens í styrknum 100 μg/mL valinn úr og áhrif angafrumna, ræstra í návist hans, á ræsingu og sérhæfingu ósamgena CD4 jákvæðra T frumna könnuð. Niðurstöður: Þroskun angafrumna í návist þáttar C úr Halichondria sitiens í styrknum 100 μg/mL leiddi til lækkunar á seytingu IL-10, IL-12p40 og IL-23, ásamt hækkunar á seytingu IL-1ra. Sami þáttur leiddi einnig til lækkunar á tjáningu og meðal flúrskinsljómun CD86 og HLA-DR yfirborðssameinda. CD4 jákvæðar T frumur, ræstar af angafrumum þroskuðum í návist þáttar C, sýndu lækkun á seytingu IFN-γ og hækkun á seytingu IL-13 en þátturinn var ekki að hafa áhrif á seytingu IL-10 eða IL-17 né á hlutfall frumna sem tjáðu CD40L, ...