Þátttökusýning á Tónlistarsafni Íslands: Tilraun til sameiginlegrar tónlistarreynslu á safnasviðinu á tækniöld

Þetta mastersverkefni er fræðileg greining á safnasýningu sem haldin var í Tónlistarsafni Íslands þann 14 apríl árið 2014. Sýningin var sett upp samkvæmt þátttökusafnaformgerð sem hefur haslað sér völl á undarförnum árum og á uppruna sinn að rekja til kenninga bandaríska safnastjórans Ninu Simon sem...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurður Ásgeir Árnason 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17604
Description
Summary:Þetta mastersverkefni er fræðileg greining á safnasýningu sem haldin var í Tónlistarsafni Íslands þann 14 apríl árið 2014. Sýningin var sett upp samkvæmt þátttökusafnaformgerð sem hefur haslað sér völl á undarförnum árum og á uppruna sinn að rekja til kenninga bandaríska safnastjórans Ninu Simon sem hefur opnað umræðuna um skyldur og hlutverk safna upp á gátt með framúrstefnulegum hugmyndum sínum. Tengsl safna og samfélaga er mikið hitamál í safnafræði nútímans og var reynt á skipulegan hátt að gera grein fyrir helstu ágreiningsmálum innan þeirrar umræðu og komast við móts við röksemdir beggja fylkinga viðfangsefnisins. Tónlist hefur yfir að búa mörgum félagslegum eiginleikum og er þýðingarmikill þáttur í flestum samfélögum heimsins. Skoðuð voru tengsl brotfalls úr tónlistarskólum í samanburði við breyttar aðstæður safnastofnunarinnar í samtímanum og kannað var hvort hægt var að bera þetta saman og hagnýta niðurstöðurnar í þátttökusýningunni sem haldin var. Fræðilegi hluti verkefnisins fjallar í senn um framkvæmd sýningarinnar og hvernig tókst til. Verkefnið var þó fyrst og fremst tilraun til þess að hagnýta nýja hætti miðlunar í formi safnasýningar og kanna hvort raunhæft væri að sameina breyttar áherslur í miðlun og samskiptum við hefbundna safnastarfsemi. Vonast er til að þessi tilraun sé aflvaki fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að kynna sér aðferðafræði og fræðilegar forsendur þessara nýju og róttæku hugmynda á sviði safnafræði og að hún sé leiðarljós menningarunnenda framtíðarinnar. This master assignment contains a theoretical analysis of a museum exhibition that was held in the Music museum of Iceland in 14th of April 2014. Model used was the “participation model“ which is originated from the studies of Nina Simon, an american curator, but Simon´s ideas have shaken up discussions regarding duties and functions of museums in the modern world. The assignment was first and foremost an experiment to apply new and exciting ways of communication through the form of a museum exhibition and examine if there ...