Notkun matstækjanna AMPS og MBI við færnimat aldraðra

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Iðjuþjálfar vinna með skjólstæðingum sínum við að efla færni þeirra með það að markmiði að skjólstæðingarnir öðlist meira sjálfstæði og lífsfyllingu. Í upphafi íhlutunarferlisins metur iðjuþjálfi færni skjólstæðinga sinna með tilliti til...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Anna Ingileif Erlendsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir, Jóhanna Rósa Kolbeins
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2005
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/175
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Iðjuþjálfar vinna með skjólstæðingum sínum við að efla færni þeirra með það að markmiði að skjólstæðingarnir öðlist meira sjálfstæði og lífsfyllingu. Í upphafi íhlutunarferlisins metur iðjuþjálfi færni skjólstæðinga sinna með tilliti til endurhæfingar og annara úrræða. Samfélagið gerir sífellt meiri kröfur um gæði, hraða, hagkvæmni og sparnað í heilbrigðiskerfinu. Þar eru störf iðjuþjálfa ekki undanskilin og er því mikilvægt að iðjuþjálfar noti matstæki sem eru fljótleg og gefa áreiðanlegar niðurstöður. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá úr því skorið hvort matsniðurstöður Assessment of Motor and Process Skills (AMPS) og Modified Barthel Index (MBI) væru samhljóma. AMPS er iðjumiðað og ítarlegt matstæki, en er tímafrekt í framkvæmd og krefst þess að iðjuþjálfinn hafi farið á námskeið. MBI er þverfaglegt matstæki sem er einfalt og fljótlegt í framkvæmd og krefst ekki námskeiðs. Við framkvæmd rannsóknarinnar var notuð megindleg rannsóknaraðferð og niðurstöður settar fram með lýsandi tölfræði. Úrtakið í rannsókninni voru 30 einstaklingar, 67 ára og eldri sem ekki höfðu verið greindir með elliglöp, 20 inniliggjandi á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og 10 íbúar á Droplaugarstöðum hjúkrunarheimili. Við samanburð á niðurstöðum matstækjanna kom fram marktæk fylgni milli þess kvarða AMPS sem fjallar um framkvæmdaþætti er varða hreyfingu og MBI en ekki milli MBI og þess hluta AMPS sem fjallar um framkvæmdaþætti er varða verkferli. Þetta gefur vísbendingu um að niðurstöður matstækjanna séu samhljóma hvað líkamlega færni snertir. Mikill munur var á þeim tíma er matsferli matstækjanna tveggja tók. Matsferli AMPS tók í öllum tilfellum mun lengri tíma í heildina en matsferli MBI. Lykilhugtök: Assessment of Motor and Process Skills (AMPS), Modified Barthel Index (MBI), færnimat, athafnir daglegs lífs (ADL) og aldraðir.