Leikskólabyrjun og lengd dvalartíma : sjónarmið leikskólakennara og leiðbeinenda

Markmið rannsóknarinnar sem sagt er frá í greininni er að varpa ljósi á viðhorf leikskólakennara og leiðbeinenda til þess á hvaða aldri sé best fyrir börn að byrja í leikskóla og hversu marga tíma sé æskilegt að þau dvelji þar dag hvern. Greinin byggir á tveimur spurningum af 30 sem lagðar voru fyri...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Arna H. Jónsdóttir 1953-, Bryndís Garðarsdóttir 1958-, Jóhanna Einarsdóttir 1952-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17499
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar sem sagt er frá í greininni er að varpa ljósi á viðhorf leikskólakennara og leiðbeinenda til þess á hvaða aldri sé best fyrir börn að byrja í leikskóla og hversu marga tíma sé æskilegt að þau dvelji þar dag hvern. Greinin byggir á tveimur spurningum af 30 sem lagðar voru fyrir í könnun sem send var til allra leikskóla landsins veturinn 2011–2012. Notaður var listi, þýddur og staðfærður, sem áður hafði verið lagður fyrir kennara og leiðbeinendur í norskum leikskólum. Rannsóknin er samvinnuverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands (RannUng), Háskólans í Volda og Háskólans í Ósló. Fram kemur í svörum við spurningunum tveimur að lítill munur er á viðhorfum íslenskra leikskólakennara og leiðbeinenda til leikskólabyrjunar og lengdar dvalartíma barna. Þegar niðurstöður eru bornar saman við hvernig staðan er í raun sést annars vegar að samræmi er á milli viðhorfs starfsfólks til þess hvenær best sé fyrir börn að hefja leikskólagöngu og hvenær þau hefja hana í raun en hins vegar dvelja eins og tveggja ára börn mun lengur daglega í leikskólum en starfsfólkið telur æskilegt. Niðurstöðurnar eru meðal annars ræddar í ljósi af erlendum rannsóknum á langtímaáhrifum leikskóladvalar á þroska og nám barna og niðurstöðum í svörum við sömu spurningum í norsku spurningakönnuninni In Iceland, 83 percent of children from one to five years of age attend preschools, and the percentage has never been higher. Further, the number of hours each day that children stay at preschool has been gradually rising (Statistics Iceland, 2013). This reality has activated a discussion, not least within preschools, in which the focus has been on the children’s well-being, both because of the long days they spend there as well as the large number of children in preschool age divisions or groups. The aim of this study is to examine and compare the views of preschool teachers and preschool assistants about the age at which children should start their pre-school education and how long they should stay there each day. The study is ...