Rætur nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar í íslenskum námskrám og skólamálaumræðu

Samkvæmt núgildandi aðalnámskrám skal skólastarf mótast af svonefndum grunnþáttum og lykilhæfni. Sjálfsábyrgð, sjálfstæði og frumkvæði nemenda hljóta töluvert meiri athygli þar en þekktist í fyrri námskrám. Hugmyndir um sjálfræði nemenda og skapandi hugsun eru þó ekki nýjar af nálinni. Þeim var til...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Svanborg R. Jónsdóttir 1953-, Meyvant Þórólfsson 1951-, Gunnar E. Finnbogason 1952-, Jóhanna Karlsdóttir 1952-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17493
Description
Summary:Samkvæmt núgildandi aðalnámskrám skal skólastarf mótast af svonefndum grunnþáttum og lykilhæfni. Sjálfsábyrgð, sjálfstæði og frumkvæði nemenda hljóta töluvert meiri athygli þar en þekktist í fyrri námskrám. Hugmyndir um sjálfræði nemenda og skapandi hugsun eru þó ekki nýjar af nálinni. Þeim var til dæmis gert hátt undir höfði í menntamálaumræðu Vesturlanda frá miðri 19. öld og fram á miðja 20. öld. Á tímum iðn- og tæknibyltingar lá beint við að búa nemendur undir líf og starf með þessum hætti, það er að örva sjálfstæða og skapandi hugsun og þjálfa þá til að leysa margvísleg vandamál og viðfangsefni án fyrirfram gefinnar stýringar eða forskriftar. Af þessum meiði er það svið í almennri menntun sem nefnt hefur verið nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Markmið þessarar greinar er að kynna og skilgreina þetta svið, rekja skyldar hugmyndir og hugsjónir í sögu menntunar og varpa ljósi á hvernig þær birtast í námskrám hér á landi, ekki síst í núgildandi námskrá framhaldsskóla. Tilgangurinn er að auka þekkingu á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt sem námssviði í almennri menntun, draga fram fræðilegan grundvöll menntunar á námssviðinu og skýra stöðu sviðsins í námskrám á framhaldsskólastigi. Meginspurningin sem leitað er svara við í greininni er þessi: Á hvers konar nám-skrárhugsjónum byggir nýsköpunar- og frumkvöðlamennt? Fjallað er um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í sögulegu og fræðilegu samhengi og þessu námssviði í námskrá framhaldsskóla frá árinu 2011 gefinn sérstakur gaumur. Söguleg skoðun sýnir að námssviðið á rætur í skyldum hugmyndum um menntun allt frá tímum Forn-Grikkja og svipaðar menntahugsjónir má meðal annars sjá í verkhyggju. Margvísleg tækifæri fyrir nýsköpunar- og frumkvöðlamennt má sjá í núgildandi námskrá framhaldsskóla, þó svo að námssviðið sé ekki kynnt sem sérstök náms-grein eða skilgreindir áfangar þar. The current national curriculum for secondary education in Iceland (i. Aðalnámskrá framhaldsskóla) may be identified as learnercentred in the sence that it presents knowledge and skills as personal and ...