Farin(n) að kenna og hvað svo. ? Hvernig nýútskrifaður kennari nær árangri í starfi

Þessi lokaritgerð er unnin til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri, vorið 2008. Í ritgerðinni er starf grunnskólakennarans skoðað með augum nýútskrifaðs kennara. Fjallað er um kennslu og starf kennarans og því margþætta hlutverki sem hann gegnir í daglegu skólastarfi. Reynt er að gera...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Alice Emma Zackrison
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:unknown
Published: 2008
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1748
Description
Summary:Þessi lokaritgerð er unnin til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri, vorið 2008. Í ritgerðinni er starf grunnskólakennarans skoðað með augum nýútskrifaðs kennara. Fjallað er um kennslu og starf kennarans og því margþætta hlutverki sem hann gegnir í daglegu skólastarfi. Reynt er að gera sér í hugarlund sum þeirra viðfangsefna sem nýútskrifaður kennari þarf að glíma við fyrst í stað. Þar sem kannanir sýna að bekkjarstjórnun er algengt áhyggjuefni kennara er þeim þætti gert sérlega hátt undir höfði. Önnur mikilvæg viðfangsefni eru einstaklingsmiðaðir kennsluhættir og hvernig virkja má nemendur. Í ritgerðinni er leitast við að svara rannsóknarspurningunni hvernig nær nýútskrifaður kennari árangri í starfi. Stuðst er við skrif ýmissa fræðimanna ásamt reynslu ritgerðarhöfundar af kennaranáminu. Sýnt er fram á hvernig óreyndur kennari getur tileinkað sér viss vinnubrögð í daglegu starfi sem munu þjálfa hann sem kennara og styrkja sjálfstraust hans. Niðurstöður rannsóknarspurningarinnar birtast í formi „Gátlista kennara sem nær árangri í starfi“. Á listanum má meðal annars finna ráðleggingar um framkomu og stjórnarhætti kennara og hvernig auka má virkni og ábyrgð nemenda á eigin námi. Einnig er áhersla lögð á skipulag kennarans og samstarf heimila og skóla. Markmið ritgerðar er að gátlistinn geti nýst og orðið hægðarauki fyrir nýútskrifaða kennara sem vilja ná árangri í starfi.