Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Ritgerðin er lokuð til 2016 Fyrr á tíðum voru lög og reglur sem stóðu vörð um réttindi og skyldur ábyrgðarmanna af skornum skammti, en undanfarin ár hefur verið bætt úr því hægt og bítandi. Fyrst kom til sögunnar samkomulag um notkun sjálfskuldarábyrgða en það var árið 1998, það var svo endurnýjað á...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Rakel Marín Jónsdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17473
Description
Summary:Ritgerðin er lokuð til 2016 Fyrr á tíðum voru lög og reglur sem stóðu vörð um réttindi og skyldur ábyrgðarmanna af skornum skammti, en undanfarin ár hefur verið bætt úr því hægt og bítandi. Fyrst kom til sögunnar samkomulag um notkun sjálfskuldarábyrgða en það var árið 1998, það var svo endurnýjað árið 2001 og hét þá samkomulag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga. Samkomulagið náði aðeins til þeirra sem aðilar voru að því en það voru samtök banka og verðbréfafyrirtækja fyrir hönd aðildarfélaga sinna, Samband íslenskra sparisjóða fyrir hönd sparisjóða, Neytendasamtökin og viðskiptaráðherra af hálfu stjórnvalda. Loks voru svo sett lög um ábyrgðamenn nr. 32/2009 og þau bættu réttarstöðu þeirra til muna. Líkt og með aðra samninga er nauðsynlegt að hafa heimild í lögum til þess að ógilda ábyrgðarsamninga, séu þeir ósanngjarnir eða andstæðir góðum viðskiptaháttum. Lög um ábyrgðarmenn hafa ekki að geyma slíka heimild og verður því að notast við ógildingarákvæði samningalaganna og er ítarleg dómaumfjöllun gerð þar sem skoðað er með hvaða hætti leyst er úr slíkum málum. Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er þróun á réttarstöðu ábyrgðarmanna gegnum tíðina, frá því engar fastar reglur voru að finna og þar til lög um ábyrgðarmenn voru sett auk þess sem skoðað er hvernig ábyrgðarsamningar eru ógiltir með hliðsjón af ógildingarákvæðum samningalaga og með tilliti til dómsúrlausna.