Áhrif fæðingarstærðar og vaxtar í bernsku á áhættuþætti og dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma

Bakgrunnur: Vísbendingar eru um að umhverfisáhrif á fósturskeiði og í barnæsku geti aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum síðar á lífsleiðinni. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl vaxtar á fósturskeiði, ungbarnaskeiði og á skólaaldri við áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma síðar á lífslei...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Imai, Cindy Mari, 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Doctoral or Postdoctoral Thesis
Language:English
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17456
Description
Summary:Bakgrunnur: Vísbendingar eru um að umhverfisáhrif á fósturskeiði og í barnæsku geti aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum síðar á lífsleiðinni. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl vaxtar á fósturskeiði, ungbarnaskeiði og á skólaaldri við áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma síðar á lífsleiðinni. Skoðuð voru áhrif umhverfisþátta á fósturvöxt og vöxt barna á skólaaldri og tengsl vaxtar við áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma hjá einstaklingum sem fæddust á öðrum og þriðja áratug tuttugustu aldar og tóku þátt í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar. Að auki voru áhrif næringar á fyrstu mánuðum eftir fæðingu skoðuð með tilliti til þyngdar og líkamsþyngdarstuðuls (LÞS) að 6 ára aldri í framsýnni hóprannssókn á börnum sem fæddust á fyrsta áratug tuttugustu og fyrstu aldar. Reykjavíkurranssókn Hjartaverndar: Vöxtur á fósturskeiði og skólaaldri Upplýsingum um fæðingarþyngd og -lengd (n=4601), ásamt hæðar- og þyngdarmælingum úr skólaheilsugæslu frá 8 til 13 ára aldurs (n=1924), var safnað fyrir alla einstaklinga sem fæddust í Reykjavík (1914-1935) og tóku þátt í Reykjavíkurannsókn Hjartaverndar. Skoðuð voru tengsl vaxtar við áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, sem metnir voru við skráningu í Reykjavíkurrannssókn Hjartaverndar (1967-1991), og við dauðsföll af völdum hjarta- og æðasjúkdóma til 31. desembers 2009. Börn sem voru fædd 1930-1934, eftir að kreppan mikla skall á árið 1930, höfðu marktækt lægri fæðingarþyngd og “ponderal index” borið saman við börn sem fædd voru áður en kreppan skall á (1925-1929). Á fullorðinsaldri, við skráningu í Reykjavikurransókn. voru þeir einstaklingar sem fæddir voru eftir að kreppan skall á líklegri til að vera of feitir (LÞS≥30kg/m2), líkindahlutfall (odds ratio) 1.40 með 95% öryggisbil (95% CI 1.09, 1.77), borið saman við börn fædd fyrir kreppuna. Þegar vöxtur barna á skólaaldri (8-13 ára) var skoðaður sáust tengsl milli aukningar í LÞS frá 8 til 13 ára aldurs og dauðsfalla af völdum hjarta- og æðasjúkdóma; áhættuhlutfall (hazard ratio) 1.49 (95% CI 1.03, 2.15) fyrir karla og 2.32 ...