Íslenskunám leikskólabarna með annað móðurmál : rýnt í aðferðir og áherslur r í leikskólastarfi

Viðfangsefni rannsóknarinnar er að kanna ólíkar nálganir og aðferðir í íslensku málörvunarstarfi fyrir tvítyngd leikskólabörn. Rannsóknin byggir á niðurstöðum fjölda innlendra og erlendra rannsókna sem sýna fram á að tvítyngd börn standa höllum fæti hvað varðar orðaforða, málskilning og máltjáningu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Juliane Wilke 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17454
Description
Summary:Viðfangsefni rannsóknarinnar er að kanna ólíkar nálganir og aðferðir í íslensku málörvunarstarfi fyrir tvítyngd leikskólabörn. Rannsóknin byggir á niðurstöðum fjölda innlendra og erlendra rannsókna sem sýna fram á að tvítyngd börn standa höllum fæti hvað varðar orðaforða, málskilning og máltjáningu þegar leikskólanámi lýkur. Sex hálfopin viðtöl voru tekin við sérkennslustjóra og skólastjóra þriggja leikskóla í Reykjavík. Einnig voru upplýsingar af heimasíðum leikskólanna notaðar til greiningar. Um eigindlega tilviksrannsókn er að ræða. Niðurstöður benda til þess að málörvunarstarf í leikskólum sé aðallega kennslumiðað en á öllum stöðum var reynt að láta aukalega tungumálakennslu fara fram í daglegu deildarstarfi. Viðmælendur lögðu mikla áherslu á að leggja inn fjölbreyttan orðaforða á margvíslegan hátt til að auðga málfærni barnanna. Það vakti sérstaklega athygli að sérkennslustjórarnir höfðu umsjón með hópi tvítyngdra barna í sínum skóla í öllum tilfellum sem kynnt eru í rannsókninni. Allir viðmælendur voru sammála um að nauðsynlegt væri að efla íslenska málfærni tvítyngdra barna. Engu að síður töldu þeir ekki að tvítyngi eitt og sér væri ástæða fyrir sérkennsluúrræði í hefðbundnum skilningi. Áherslurnar í málörvunarstarfi leikskólanna voru svipaðar en aðferðirnar ólíkar. Í leikskólanum með hæsta hlutfall erlendra barna var t.d. reynt að skapa námsumhverfi sem stuðlar aðallega að vellíðan barna til að auðvelda tungumálanámið. Í öðrum leikskóla fylgdu heimagerðar samskiptamöppur barninu heim og í skólann til að örva orðaforða á báðum tungumálum. Einnig var kannað hvernig leikskólarnir mátu stöðu barna í íslensku en sú þekking skiptir sköpum til að sérsníða nám eftir þörfum einstaklingsins. Í tveimur skólum var geta barna markvisst könnuð, en í þriðja skólanum fór matið fram á óformlegan hátt. Leikskólarnir vinna eftir ólíkum stefnum í málefnum tvítyngdra barna, en í rannsókninni er lögð megináhersla á að skoða þær aðferðir sem viðhafðar eru í hverjum skóla, án þess þó að bera þær endilega saman. Það er almennt ...