Tengsl skólatengdrar hvatningar við trú ungmenna á eigin getu til sjálfstjórnunar í námi

Erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós að trú nemenda á eigin getu stuðlar að sjálf-stjórnun þeirra sem er mikilvæg fyrir velgengi þeirra í námi. Hún gerir nemendum kleift að skipuleggja vinnu sína, afla sér þekkingar og framkvæma það sem þarf til að ná settum námsmarkmiðum. Hvatning frá skólaumhverf...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Elsa Lyng Magnúsdóttir 1973-, Steinunn Gestsdóttir 1971-, Kristján Ketill Stefánsson 1979-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17441
Description
Summary:Erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós að trú nemenda á eigin getu stuðlar að sjálf-stjórnun þeirra sem er mikilvæg fyrir velgengi þeirra í námi. Hún gerir nemendum kleift að skipuleggja vinnu sína, afla sér þekkingar og framkvæma það sem þarf til að ná settum námsmarkmiðum. Hvatning frá skólaumhverfinu er talin efla trú á eigin getu og sjálfstjórnun. Í þessari grein er fjallað um niðurstöður nýlegrar rann-sóknar þar sem upplifun íslenskra nemenda á hvatningu í skólanum var könnuð. Lagt var mat á tengsl hennar við trú þeirra á eigin getu til sjálfstjórnunar í námi. Þá voru niðurstöðurnar meðal annars skoðaðar með tilliti til kyns. Þær byggja á gögnum sem aflað var með spurningalistum sem lagðir voru fyrir 539 nemendur í 9. bekk haustið 2012 (46% stúlkur, meðalaldur 14,3 ár). Um 62% ungmenna töldu að skólinn í heild hvetti þau í náminu og 67% ungmenna töldu að kennarar hvettu þau til að vera eins góð og þau gætu orðið. Kynin töldu sig fá álíka hvatningu frá skólanum þó stúlkur hefðu meiri trú á eigin getu til sjálfstjórnunar í námi en dreng-ir. Sterk tengsl voru á milli skólatengdrar hvatningar og trúar ungmenna á eigin getu til sjálfstjórnunar í námi og voru tengslin sterkari hjá stúlkum en drengjum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þýðingamiklar fyrir skólastarf þar sem þær varpa ljósi á mikilvægi þess að nemendur upplifi hvatningu í skólanum. The main objective of this study is to examine school-related motivation and its relation to young people’s self-efficacy for self-regulated learning. Studies have shown that self-efficacy is a prerequisite for people’s ability to organize their own work and seek effective ways to achieve their goals, i.e., to use self-regulated learning. As such, self-efficacy and self-regulation have been found to strengthen the overall development and learning related skills of students, which, according to Iceland’s national school curriculum, is one of the major goals of the school system. According to studies from beyond Iceland, school-related motivation (e.g., perceived support ...