Skóli gegn skólakerfi : um baráttu Menntaskólans á Akureyri gegn nýmælum fræðslulaganna 1946

Greinin fjallar um tilurð og sögu miðskóladeildar Menntaskólans á Akureyri(1948–1964). Um hana hefur áður verið ritað frá sjónarmiði stofnanasögu, bæði Menntaskólans og keppinautar hans, Gagnfræðaskóla Akureyrar, og þá mjög sem persónusögu skólastjórnendanna. Hér verður þess freistað að líta á atbur...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helgi Skúli Kjartansson 1949-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17425
Description
Summary:Greinin fjallar um tilurð og sögu miðskóladeildar Menntaskólans á Akureyri(1948–1964). Um hana hefur áður verið ritað frá sjónarmiði stofnanasögu, bæði Menntaskólans og keppinautar hans, Gagnfræðaskóla Akureyrar, og þá mjög sem persónusögu skólastjórnendanna. Hér verður þess freistað að líta á atburði úr meiri fjarlægð, túlka hagsmuni skólanna tveggja og nemenda þeirra í tengslum við þróun gagnfræðastigsins og nýtt skólakerfisamkvæmt fræðslulögum frá 1946. Þar fékk gagnfræðastigið nýtt og aukið vægien þrengt var að sjálfræði menntaskólaum inntöku nemenda.Í greininni er farið ítarlega yfir rás atburða, sagt frá ríkum hagsmunum sem þarna var tekist á um og gerð grein fyrir röksemdum aðila. Bent er á ógagnsæi í framkvæmd, því lýst hvernig ákvarðanataka féll í persónubundna og ósamkvæma farvegi, og dregið fram eftirtektarvert sjálfræði sem skólarnir tveir fengu að njóta þegar upp var staðið. Jafnframt gefst í greininni tilefni til að tengja söguefnið við viss atriði sem enn eru til umræðu í menntamálum: hvort sé betra samræmt skólakerfi eða ólíkir valkostir, hvort sjálfræði einstakra skóla hæfi betur einkaskólum en opinberum skólum, hvort gott sé að stytta röskum nemendum leið um skólakerfið og hvort gott sé að eftirsóttir skólar geti valið úr nemendum. The article describes the intense reluctance with which the Akureyri Grammar School (i. Menntaskólinn á Akureyri, MA) in Iceland accepted a new school system being phased in around 1950. The new system gave the lower secondary schools (i. gagnfræðaskóli, cf. German/Scandinavian Realschule/realskole) a greatly increased role. Compulsory education, hitherto restricted to seven grades of elementary school, now included, on top of six initial grades, two years at the lower secondary level. The country’s two state run grammar schools, previously six grades after primary school, would henceforth be restricted to the four upper secondary grades, enrolling students who had passed a nationwide qualifying examination (i. landspróf) after three grades of lower secondary ...