Framtíð í nýju landi : þróunarverkefni með innflytjendum í framhaldsskólum

Í greininni er fjallað um þróunarverkefnið Framtíð í nýju landi (FÍNL). Verkefnið var þriggja ára tilraunaverkefni og því var ætlað til að styðja víetnömsk ungmenni á Íslandi. 35 ungmenni voru skráð þátttakendur í verkefninu. Af þeim hópi voru tólf í skóla eða í starfsþjálfun en önnur voru ekki í fo...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Anh-Dao Tran 1959-, Hanna Ragnarsdóttir 1960-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17419
Description
Summary:Í greininni er fjallað um þróunarverkefnið Framtíð í nýju landi (FÍNL). Verkefnið var þriggja ára tilraunaverkefni og því var ætlað til að styðja víetnömsk ungmenni á Íslandi. 35 ungmenni voru skráð þátttakendur í verkefninu. Af þeim hópi voru tólf í skóla eða í starfsþjálfun en önnur voru ekki í formlegu námi. Almennt má segja að víetnömsk ungmenni hafi komið sér áfram í íslensku samfélagi. Ungmennin sem þátt tóku í rannsókninni höfðu flest gert tilraunir til að snúa aftur í skóla til að læra íslensku eða einhverja iðngrein en hætt aftur, aðallega vegna slakrar íslenskukunnáttu, skorts á heppilegum íslenskunámskeiðum, skorts á innri hvatningu og sjálfsvirðingu og erfiðra fjölskylduaðstæðna. FÍNL var stofnað í desember 2004 til að bregðast við þessum erfiðleikum. Öll fengu ungmennin aðstoð við heimanám,stuðning frá mentorum og annan skipulagðan stuðning og ráðgjöf. Heildarniðurstöður mats á þróunarverkefninu voru á þá leið að þrátt fyrir nokkra erfiðleika hefðu markmið þess náðst að tvennu leyti. Annars vegar hefði tekist að styðja og efla þátttakendur í að auka við menntun sína og aðlögun að Íslandi, hins vegar hefðu einstaklingar og stofnanir í sameiningu stuðlað að umbótum í menntakerfinu og samfélaginu til að liðsinna ungu fólki af erlendum uppruna. Þróað var líkan sem lýsir því hvernig þeir aðilar, sem mest áhrif hafa á framgang ungra innflytjenda og annarra ungmenna sem eiga undir högg að sækja, geta unnið saman til að auðvelda skólagöngu þeirra og aðlögun. Þótt FÍNL hafi verið hannað fyrir víetnömsk ungmenni á Íslandi má nota líkanið sem þróað var við að leysa vanda ungmenna hvar sem er í heiminum. The Vietnamese community in Iceland is isolated because most of its people came as refugees. Some of them had limited education, and learning Icelandic has proved to be very difficult for them. As a result, parents with school age children had limited understanding of the Icelandic school system and society, and didn’t know how to effectively seek assistance for their children. Also, there was a great number ...