Sjónarmið leikskólakennara og leiðbeinenda : áherslur og verkaskipting í leikskólastarfi

Markmiðið með þeirri rannsókn, sem hér er kynnt, er að skoða sýn, hlutverk og starfshætti leikskólakennara og leiðbeinenda. Rannsóknin er samvinnuverkefni milli Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands, Háskólans í Volda og Háskólans í Ósló. Gögn...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Jóhanna Einarsdóttir 1952-, Arna H. Jónsdóttir 1953-, Bryndís Garðarsdóttir 1958-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17418
Description
Summary:Markmiðið með þeirri rannsókn, sem hér er kynnt, er að skoða sýn, hlutverk og starfshætti leikskólakennara og leiðbeinenda. Rannsóknin er samvinnuverkefni milli Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands, Háskólans í Volda og Háskólans í Ósló. Gögnum fyrir íslenskan hluta rannsóknarinnar var safnað með spurningakönnun sem send var í alla leikskóla hér á landi veturinn 2011–2012. Í þessari grein er leitast við að varpa ljósi á hvort munur er á því hvernig leikskólakennarar annars vegar og leiðbeinendur hins vegar lýsa áherslum sínum og daglegum verkum í leikskólanum. Niðurstöður leiða í ljós að óljós verkaskipting virðist vera milli leikskólakennara og leiðbeinenda í íslenskum leikskólum hvað varðar dagleg störf. Báðir hópar segjast sinna jafnt daglegri umönnun barnanna og taka þátt í leik þeirra og hreyfingu. Báðir hópar segjast leggja mikla áherslu á virka þátttöku, tjáningu, félagsfærni, leik og uppeldi barnanna. Hins vegar sögðust fleiri leikskólakennarar en leiðbeinendur leggja áherslu á nám og afmarkaða þætti tengda námssviðum leikskólans. Það sem einkum greindi hópana að voru samskipti við foreldra og umönnun og menntun barna með sérþarfir sem leikskólakennarar báru á ábyrgð í ríkari mæli. Niðurstöður eru ræddar í ljósi fagmennsku leikskólakennara og menntastefnu sem sett er fram í Aðalnámskrá leikskóla. Roughly 96% of Icelandic children between the ages of two and five attend preschool, and approximately 28% of them are two years old (Statistics Iceland, 2013). Despite the law that stipulates that educated preschool teachers should account for at least two-thirds of the staff that handle the care and education of children in each preschool (Laws on Education and Appointment of Teachers and Principals in Preschool, Elementary School and Secondary School nr. 87/2008), only 38% of the preschool staff had received preschool teacher education in the year 2011. The aim of this study is to examine the views, roles, and pedagogy of preschool teachers and ...