Kostnaðarsöm og vandmeðfarin lyf á Íslandi. Staða og samanburður við nágrannalönd

Á síðustu árum hefur kostnaður vegna svokallaðra sjúkrahúslyfja vaxið nokkuð hraðar en aðrir þættir heilbrigðisþjónustu. Ástæður sem rekja má almennt til þessarar þróunar síðasta áratuginn eða svo og áhrifa gætir svo til alls staðar eru hins vegar nokkuð vel þekktar og liggja meðal annars í strangar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sara Hillers 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17381
Description
Summary:Á síðustu árum hefur kostnaður vegna svokallaðra sjúkrahúslyfja vaxið nokkuð hraðar en aðrir þættir heilbrigðisþjónustu. Ástæður sem rekja má almennt til þessarar þróunar síðasta áratuginn eða svo og áhrifa gætir svo til alls staðar eru hins vegar nokkuð vel þekktar og liggja meðal annars í strangari klínískum viðmiðum, dýrum tækninýjungum, auknum kröfum sjúklinga og breytingu lýðfræðilegra þátta eins og hækkandi aldri þjóða. Skoðað var hvaða lyf um ræðir og þróun málaflokksins skoðuð. Um er að ræða tilviksrannsókn. Markmið rannsóknar var að ná yfirsýn yfir hvernig upptöku og notkun sjúkrahúslyfja er háttað og hvert stefndi. Helstu gögnum var safnað á fyrstu mánuðum ársins 2013. Gagnasöfnunaraðferðir voru blandaðar; spurningalistar, viðtöl, gagnabankar, opinber gögn og ritaðar heimildir. Lagabreyting sem tók gildi í maí árið 2013 skilgreinir nýjan flokk lyfja sem kallast leyfisskyld lyf og skulu lyfin eingöngu notuð í samræmi við klínískar leiðbeiningar og teljast þau jafnan kostnaðarsöm og vandmeðfarin. Samfara var skipulagi og aðkomu stofnana/aðila að þessum lyfjum breytt og meginbreytingum er lýst. Viðhorf og sjónarhorn valinna hagsmunaaðila vegna breytinga og kerfisins almennt voru einnig könnuð. Litið var til annara landa og valdir þættir bornir saman. Stuðst var við lyfjalista og ATC-flokkunarkerfið. Takmarkanir og gæði rannsóknarinnar eru háð þeim aðferðum sem notaðar voru við gagnasöfnun og úrvinnslu ásamt upplýsingum sem vantar og getur dregið úr innra réttmæti. Niðurstöður gefa til kynna að nokkur munur er á lyfjanotkun milli þeirra landa sem skoðuð voru ef horft er á þá ATC-kóða sem voru valdir og skilgreinda dagskammta á 1000 íbúa. Útlit er fyrir að aðgengi og notkun sé nokkuð misjöfn á hverjum tíma eftir svæðum/einingum. In recent years costs regarding hospital medicines have risen faster than other components of healthcare. Reasons underlying this trend the last decade or so and effects seen everywhere are however fairly well-known comprising stricter clinical targets, expensive new technologies, ...