Potential Effects of Global Climate Change on Cetaceans Distribution in a Small Scale Feeding grounds in Iceland, Skjálfandi Bay

Um þessar mundir eru örar loftslagsbreytingar að gerast, með miklum áhrifum á vistkerfi sjávar. Íslandsmið eru auðug af næringarefnum og lífmagni og fjöldi lífvera leita á þessi mið til að afla sér næringar. Rannsóknirnar beindust að umfangi hvala, einkum á þeirra helsta fæðuöflunartíma (maí-septemb...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Vallejo, Ann Carole, 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17370
Description
Summary:Um þessar mundir eru örar loftslagsbreytingar að gerast, með miklum áhrifum á vistkerfi sjávar. Íslandsmið eru auðug af næringarefnum og lífmagni og fjöldi lífvera leita á þessi mið til að afla sér næringar. Rannsóknirnar beindust að umfangi hvala, einkum á þeirra helsta fæðuöflunartíma (maí-september). Útbreiðsla hvalategunda í Skjálfandaflóa var metin út frá talningum frá hvalaskoðunarbátum árin 2004 til 2012. Rannsóknirnar beindust að hrefnu (Balaenoptera acutorostrata, N=593), hnýðingi (Lagenorhynchus albirostris, N=281), hnúfubak (Megaptera novaeangliae, N=363) og hnísu (Phocoena phocoena, N=89). Útbreiðsla hvalanna var metin með hjálp landfræðilegra upplýsingakerfa, og tengsl á milli umhverfisþátta og tilvistar/fjarvistar hvalanna var metin með hjálp líkana (General Additive Models, GAMS). Við gerð líknanna var miðað við að tilvist/fjarvist hvalategundanna væri svarbreyta, á meðan umhverfisþættir (þ.e. dýpi, fjarlægð frá landi, halli undirlags (botnsins), staðalfrávik halla undirlagsins, yfirborðshiti sjávar (SST), staðalfrávik SST og blaðgræna (chlorophyll-a)), framboð af fæðu (þorskur, loðna og síld) og tími ársins (mánuður) voru skýribreytur. Niðurstöður sýna að útbreiðsla hvalanna mótaðist einkum af dýpi og fjarlægð frá landi. Fyrir hnýðing og hnísu var fjarlægðin frá landi mikilvægasta skýribreytan, en fyrir hrefnu og hnúfubak var dýpið mikilvægasta skýribreytan. Líkönin útskýrðu 9.95, 12.6, 14.3 og 7.34% af fráviki fyrir hverja tegund. Breytan mánuður var á mörkum marktækni fyrir hnýðing, hnísu og hnúfubak. Hrefnan og hnúfubakurinn dvöldu einkum á dýpra vatni (200-350 m dýpi), en hnýðingur og hnísa einkum á svæðum með 100 til 300 metra dýpi. Niðurstöðurnar benda til þess að loftslagsbreytingar hafi um þessar mundir óbein áhrif á ofangreindar hvalategundir og einkum þó á útbreiðslu fæðutegunda þeirra, auk annara líffræðilegra þátta (samkeppni, far). Það er því mikilvægt að skipuleggja framtíða mælingar á þann hátt að þær nýtist til verndar og stjórnunar og auðveldi skilning á vistfræði og útbreiðslu ...