Umferðarlíkan almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu

Rannsókn þessi er meistaraverkefni í byggingarverkfræði á sviði umferðar og skipulags. Snýst hún um hvort mögulegt sé, með þeim gögnum sem til eru, að smíða umferðarlíkan fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Markmið rannsóknarinnar er að smíða umferðarlíkanið á þann hátt að hægt sé að nýt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurður Þorvarðarson 1978-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17335
Description
Summary:Rannsókn þessi er meistaraverkefni í byggingarverkfræði á sviði umferðar og skipulags. Snýst hún um hvort mögulegt sé, með þeim gögnum sem til eru, að smíða umferðarlíkan fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Markmið rannsóknarinnar er að smíða umferðarlíkanið á þann hátt að hægt sé að nýta það til áframhaldandi vinnu og líkanagerðar fyrir Strætó bs. og annarra aðila sem tengjast skipulags- og umferðarmálum á höfuðborgarsvæðinu. Til grunns eru lögð gögn sem lúta að sérhæfðum landupplýsingakerfum, skipulagsgögn og ekki síst farþegatalningar frá Strætó bs. frá því í október 2012. Markmið líkanasmíðarinnar er að reikna farþegaflæði þannig að munurinn við farþegatalningar sé sem minnstur. Rannsóknin er byggð á vísindagreinum og bókum innan umferðarverkfræði og almenningssamgöngur sérstaklega, en einnig líkanasmíði og líkanakeyrslum. Líkanið byggir á hugmyndum um fjögurra þrepa líkan. Niðurstöðurnar gefa til kynna að smíði líkansins hafi heppnast vel. Frávik reiknaðra farþega frá farþegatalningum var að meðaltali 8% fyrir svæði með yfir 100 farþega á dag og 13 % fyrir svæði með yfir 50 farþega á dag. Full ástæða er þó til að halda áfram að þróa og betrumbæta líkanið. Með þessu líkani, umferðarlíkani fyrir bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlegu reiðhjólalíkani væri hægt að smíða heilsteypt fjögurra þrepa líkan sem ekki hefur verið gert á Íslandi. This research is in the field of civil engineering, transport and planning. It is an experiment about the possibility of using existing data to build a transport model for public transit in the capital region in Iceland. The object of this research is to build the transport model in such a way that it can be used in further research and models for Strætó bs. and other stakeholders in the urban planning sector in the capital region. The base data for the model are maps and various data for geographical information systems (GIS) as well as urban planning figures and boarding and alighting counts from Strætó bs. The aim is to build the model so that the ...