Börn sem búa við heimilisofbeldi á Íslandi: Mat á sameiginlegum þáttum, hegðun og sálfélagslegri líðan barna sem hafa orðið fyrir og/eða orðið vitni að sálrænu og/eða líkamlegu ofbeldi á heimili

Börn sem búa við heimilisofbeldi geta hlotið af því margvíslegan skaða. Lítið er vitað um eðli og afleiðingar heimilisofbeldis á börn á Íslandi. Markmið þessarar rannsóknar var að meta sameiginlega þætti, hegðun og sálfélagslega líðan hjá börnum sem hafa orðið fyrir og/eða orðið vitni að sálrænu og/...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lucinda Árnadóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17310
Description
Summary:Börn sem búa við heimilisofbeldi geta hlotið af því margvíslegan skaða. Lítið er vitað um eðli og afleiðingar heimilisofbeldis á börn á Íslandi. Markmið þessarar rannsóknar var að meta sameiginlega þætti, hegðun og sálfélagslega líðan hjá börnum sem hafa orðið fyrir og/eða orðið vitni að sálrænu og/eða líkamlegu ofbeldi á heimili sínu. Þátttakendur í rannsókninni voru 28 börn sem tóku þátt í hópmeðferð fyrir börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi á heimili og/eða orðið vitni að ofbeldi á heimili og forráðamenn þeirra og nær úrtakið til 85% þeirra barna sem tóku þátt í hópmeðferðinni yfir tveggja ára skeið. Matið fól í sér greiningu á niðurstöðum ítarlegs hálfstaðlaðs inntökuviðtals sem tekið var við forráðamenn barnanna og niðurstöðum MASC og CDI sem meta einkenni kvíða og þunglyndis, sem börnin svöruðu. Niðurstöður sýndu að hátt hlutfall þátttakenda átti við ýmsan sálfélagslegan vanda að stríða, 30% þátttakenda sem svöruðu kvíðakvarðanum MASC voru með einkenni kvíða yfir klínískum mörkum og 20% voru yfir klínískum mörkum á CDI kvarðanum. Einkenni kvíða og þunglyndis meðal þátttakenda voru algengari í samanburði við börn sem ekki hafa búið við ofbeldi á heimili. Ekki var marktækur munur á einkennum kvíða og þunglyndis hjá þátttakendum sem höfðu orðið vitni að líkamlegu ofbeldi á heimili og þeim sem höfðu verið beitt líkamlegu ofbeldi á heimili. Niðurstöður eru í samræmi við erlendar rannsóknir og undirstrika alvarleika áhrifa heimilisofbeldis á börn sem við það búa hvort sem ofbeldinu er beint að þeim sjálfum eða ekki. Children who live with domestic violence can suffer many harmful consequences. Little is known about the nature and consequences of domestic violence on children in Iceland. The aim of this study was to evaluate common factors, behavior and psychosocial wellbeing of children who have witnessed and/or suffered psychological and/or physical abuse in their homes. Participants in the study were 28 children who took part in a grouptherapy for children who have suffered violence in their homes and/or ...