Berggrunnskortlagning Breiðuvíkur á Austfjörðum

Berggrunnur Breiðuvíkur á Austfjörðum var kortlagður og dreginn upp á kort í mælikvarðanum 1:50.000. Rannsóknarsvæðið er 30 km2 að stærð og afmarkast af Breiðuvík og fjallahring hennar. Töluverðar breytingar eru á jarðlagahalla innan svæðisins. Jarðlögum hallar um 21-25° SV nyrst á rannsóknarsvæðinu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Erla Dóra Vogler 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17307
Description
Summary:Berggrunnur Breiðuvíkur á Austfjörðum var kortlagður og dreginn upp á kort í mælikvarðanum 1:50.000. Rannsóknarsvæðið er 30 km2 að stærð og afmarkast af Breiðuvík og fjallahring hennar. Töluverðar breytingar eru á jarðlagahalla innan svæðisins. Jarðlögum hallar um 21-25° SV nyrst á rannsóknarsvæðinu, um 32° NV syðst og um 14-15° NNA suðvestan til. Sunnan og norðan rannsóknarsvæðisins sést hvar jarðlögin bogna frá vægt hallandi legu í 41° NNV og 33° SV. Efri hluti suðurhluta svæðisins er aftur á móti láréttur eða lítið hallandi jarðlagastafli. Efst í honum, og mislægt ofan á hallandi lögunum syðst og suðvestast á svæðinu, liggur um 300 m þykkt flikrubergslag krýnt móbergi. Þennan breytileika í jarðlagahalla og móbergsmyndunina má skýra með myndun sigöskju, sem hefur verið um 10 km í þvermál, og öskjuvatns efst á jarðlagastaflanum sem settist til innan hennar. Þar sem samanlagður jarðlagastafli innan öskjunnar nemur um 500 m að þykkt neðan móbergsmyndunarinnar hefur öskjusigið verið meira en sem því nemur til að vatn stæði efst í öskjunni, eða í það minnsta 600 m, þar sem rofleifar móbergsins eru um 100 m þykkar. Basalt er meginberggerðin innan Breiðuvíkur, en þó aðeins til hálfs á móti súru og ísúru bergi. Allar berggerðirnar komu upp á svæðinu bæði fyrir og eftir öskjumyndun. The bedrock geology of Breiðavík inlet and valley, in Iceland's East Fjords, was investigated and is displayed on a map at a scale of 1:50,000. The research area covered 30 km2, defined by the mountains surrounding the inlet and valley. Varying considerably in incline, the area strata dip approximately 21-25° SW along the north side, 32° NW on the south side and 14-15° NNE in the southwest corner of the area. Outside the area, the strata towards the south bend via a subtle dip to 41° NNW and towards the north to 33° SW. The upper half of the strata along the area's south side, however, is horizontal or only slightly inclined. There the uppermost part consists of about 300 m of ignimbrite, which is topped by hyaloclastite and which in the ...