„Það á ekki að vera að veita mönnum styrk til að vera í samkeppni hver við annan.“ Upplifun þátttakenda af Vaxtarsamningi Austurlands

Í íslenskri byggðastefnu hefur aukin áhersla verið á að efla svæðisbundna ákvörðunartöku fólks í héraði og stuðla að dreifingu valds frá ríki til svæða og svæðisbundinna stofnanna. Vaxtarsamningar landshluta er byggðaaðgerð sem miðar að því að koma þeim markmiðum áleiðis, auk þess að efla nýsköpun o...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingunn Ósk Árnadóttir 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17286
Description
Summary:Í íslenskri byggðastefnu hefur aukin áhersla verið á að efla svæðisbundna ákvörðunartöku fólks í héraði og stuðla að dreifingu valds frá ríki til svæða og svæðisbundinna stofnanna. Vaxtarsamningar landshluta er byggðaaðgerð sem miðar að því að koma þeim markmiðum áleiðis, auk þess að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífsins og auka hagvöxt með virku samstarfi aðila. Verkefnastuðningur í gegnum samkeppnissjóði er einn þáttur vaxtarsamninga. Tilviksrannsókn var gerð á Vaxtarsamningi Austurlands og var markmið hennar tvíþætt. Annars vegar að greina áherslur við framkvæmd og styrkúthlutanir Vaxtar¬samnings Austurlands, einkum með tilliti til ferðaþjónustuverkefna. Hins vegar að meta hvort þróun og framkvæmd vaxtarsamningsins hafi verið í samræmi við markmið vaxtarsamninga um samkeppnishæfni, valddreifingu, uppbyggingu samkeppnissjóða og útdeilingu fjármagns. Leitað var eftir viðhorfum fólks á Austurlandi og tekin voru 14 viðtöl við 15 einstaklinga sem tengdust stjórnsýslu Vaxtarsamnings Austurlands eða höfðu hlotið styrk úr sjóðnum. Einnig voru gögn um vaxtarsamninga og byggðastefnu á Íslandi greind í þeim tilgangi að samtvinna upplýsingar og varpa frekara ljósi á framkvæmd og markmið vaxtarsamninga. Niðurstöðurnar sýna að við framkvæmd Vaxtarsamnings Austurlands hefur verið lögð áhersla á klasasamstarf, ráðgjöf og eftirfylgni verkefna. Skiptar skoðanir voru um hvort að klasaáherslur henti öllum verkefnum og stöðum. Þörf er á meiri sveigjanleika til að verkefni sem geta verið til hagsbóta fyrir Austurland, þó að þau séu utan klasa, eigi möguleika á styrk og séu metin út frá staðbundnum aðstæðum og gæðum. Við mat á áhrifum samningsins á samkeppnishæfni Austurlands er aukið klasasamstarf innan fjórðungsins og sameining þjónustu- og stoðstofnana þó talið stuðla að samkeppnishæfni til lengri tíma. Hins vegar getur áhersla á uppbyggingu sömu atvinnuvega í vaxtarsamningum allra landshluta, m.a. ferðaþjónustu, dregið úr sköpun sérstöðu og samkeppnishæfni. Breytingar við endurnýjun á vaxtarsamningnum eftir þriggja ...