Sníkjudýr flundru (Platichtys flesus L.) og bleikju (Salvelinus alpinus L.)

Á Íslandi eru sex tegundir fiska sem lifa í ferskvatni, þeirra á meðal eru flundra (Platichtys flesus L.), og bleikja (Salvelinus alpinus L.). Flundran er nýbúi hér við land á meðan bleikjan hefur lengi fundist í íslenskum vötnum. Sníkjudýrafána beggja tegunda var könnuð með tilliti til ákveðinna lí...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Fjóla Rut Svavarsdóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17244
Description
Summary:Á Íslandi eru sex tegundir fiska sem lifa í ferskvatni, þeirra á meðal eru flundra (Platichtys flesus L.), og bleikja (Salvelinus alpinus L.). Flundran er nýbúi hér við land á meðan bleikjan hefur lengi fundist í íslenskum vötnum. Sníkjudýrafána beggja tegunda var könnuð með tilliti til ákveðinna líffæra. Úrtakið var 10 fiskar af hvorri tegund, úr fjórum vötnum. Í flundru fundust tvær tegundir sníkjudýra; lirfustig krókhöfða (Acanthocephala) og slímdýr (Myxozoa) af ættkvísl Myxidium. Sjö tegundir sníkjudýra fundust í bleikju; ein tegund agða (Diplostomum sp.), ein tegund bandorma (Diphyllobothrium sp.) og fjórar tegundir slímdýra (Myxozoa). Af slímdýrum í bleikju var Myxobolus arcticus algengast en einnig fundust tvær aðrar tegundir af Myxobolus sem ekki reyndist unnt að greina til tegundar. Að auki fannst talsvert af óþekktu slímdýri í nýra einnar bleikju. Færri tegundir sníkjudýra fundust en búist var við sé miðað við fyrri rannsóknir. Engar sameiginlegar tegundir sníkjudýra fundust í flundru og bleikju. Það verða að teljast jákvæðar niðurstöður fyrir íslenska ferskvatnsfiska, þar sem skörun er í búsvæða- og fæðuvali flundru og sumra íslenskra ferskvatnsfiska. Six fish species inhabit Icelandic freshwater. Among them are European flounder, Platichtys flesus (L.), and Arctic charr, Salvelinus alpinus (L.). Arctic charr has inhabited Icelandic freshwater at least since last ice age but the presence of European flounder was first confirmed in Icelandic freshwater merely 10-15 years ago. In the present study, the parasite communities of arctic charr and European flounder, was examined; ten fish of each species, from four different lakes. Two parasites species were found in the flounder; one acanthocephalan and a myxozoan species of genus Myxidium. In the arctic charr seven parasite species were found; Diplostomum sp., Diphyllobothrium sp. and four myxozoan species. The myxozoan Myxobolus arcticus was abundant while the two other Myxobolus species were scarce and in low numbers. In addition, one unidentified ...