Heimasvæði og landnotkun hreindýra í Norðurheiðahjörð

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna landnotkun þriggja hreindýrskúa úr Norðurheiðahjörð (norðvestan Jökulsár á Dal) m.t.t. áhrifa mismunandi búsvæða og árstíma. Þetta var gert með því að kortleggja heima- og kjarnasvæði dýranna á mismunandi tímabilum. Gögn um ferðir hreindýranna komu frá Náttúr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hrankatla Eiríksdóttir 1988-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17218
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að kanna landnotkun þriggja hreindýrskúa úr Norðurheiðahjörð (norðvestan Jökulsár á Dal) m.t.t. áhrifa mismunandi búsvæða og árstíma. Þetta var gert með því að kortleggja heima- og kjarnasvæði dýranna á mismunandi tímabilum. Gögn um ferðir hreindýranna komu frá Náttúrustofu Austurlands, en þeim var aflað með því að festa hálsólar með GPS-staðsetningarbúnaði á hreindýrin. Með því móti fengust upplýsingar um staðsetningar þeirra á þriggja klukkustunda fresti yfir 12-15 mánaða tímabil. Landnotkun var greind í ArcGIS með sérhannaðri HRT viðbót. Landnotkunardreifing, þ.m.t. stærð og lega heima- og kjarnasvæða, fékkst með útreikningum á 25%, 50%, 75% og 90% líkindakúrfum sem reiknaðar voru með fastri þungamiðjulíkindadreifingu (e. fixed kernel density estimation) og href jöfnun. Þetta var gert annars vegar á öllu gagnasetti hvers dýrs og hins vegar fyrir fjögur skilgreind tímabil. Heimasvæði hreindýranna þriggja voru ólík að stærð og lögun eftir árstímum. Heimasvæði voru minnst á burðar- og fengitíma, en stærst yfir veiðitímann (að hausti), en þá var einnig minnst skörun á landnotkun dýranna. Þetta bendir til að á veiðitímanum hafi dýrin verið meira á ferðinni. Erfitt er að skýra það út frá líffræði dýranna og náttúrulegu umhverfi, en mögulega skýrist það að miklu leyti af áreiti veiðimanna. Skörun á heimasvæðum dýranna þriggja var mest um veturinn, en þá halda dýrin sig í stórum hópum á tiltölulega litlum, oft snjóléttum, svæðum. Kringilsárrani, Jökuldalsheiði og Tunguheiði voru mikilvægustu svæðin fyrir hreindýr í Norðurheiðahjörð á rannsóknartímanum, en þar mátti oftast finna kjarnasvæði á ólíkum tímabilum. Svæðin eiga það öll sameiginlegt að vera ágætlega gróin, rík af fléttugróðri og ekki snjóþung.