Raforkusæstrengur : hagkvæmni fjárfestingar í sæstreng frá Íslandi til Bretlands.

Verkefnið er lokað til 3.1.2100. Í þessu verkefni verður farið yfir íslenskan og evrópskan raforkumarkað, norskur raforkumarkaður verður skoðaður sérstaklega og reynsla norðmanna af lagningu sæstrengja. Sæstrengur hefur verið til umræðu í fjöldamörg ár og hefur Landsvirkjun á 10-15 ára fresti skoðað...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þorsteinn Guðbjörnsson 1969-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17190
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 3.1.2100. Í þessu verkefni verður farið yfir íslenskan og evrópskan raforkumarkað, norskur raforkumarkaður verður skoðaður sérstaklega og reynsla norðmanna af lagningu sæstrengja. Sæstrengur hefur verið til umræðu í fjöldamörg ár og hefur Landsvirkjun á 10-15 ára fresti skoðað fýsileika þess að leggja sæstreng. Það var fyrst fyrir nokkrum árum að það var talið raunhæft að fara að skoða þennan möguleika fyrir alvöru. Bæði telst það tæknilega raunhæft að leggja strenginn og töluverður fjárhagslegur ávinningur gæti orðið af lagningu hans. Íslensk orkufyrirtæki eru að selja um 75% af raforkuframleiðslu til stóriðju og eru álverin þar stærstu aðilarnir. Með því að tengjast Evrópumarkaðinum verða orkuframleiðendur ekki lengur háðir þessum stórvirkjunum og geta fengið mun hærra verð fyrir orkuna. Það yrði líka ákveðið öryggi fyrir íslenskan orkumarkað að geta flutt inn raforku ef eitthvað kæmi uppá á Íslandi, sem dæmi náttúruhamfarir, sem gætu orðið til þess að ekki væri hægt að framleiða þá orku sem búið er að gera samninga um að afhenda á Íslandi. Til að skoða þann möguleika að leggja sæstreng var gert arðsemismat á lagningu sæstrengs til Bretlands. Ónýtt orka hjá raforkuframeiðendum á Íslandi er um 2 TWh á ári en sæstrengur sem er 700MW getur flutt um 5 TWh á ári. Til að framleiða þessar 3 TWh sem uppá vantar var skoðað hvað það myndi kosta að reisa um 460MW virkjun og selja orkuna til Bretlands. Helstu niðurstöður voru þær að það verður að teljast mjög fýsilegur kostur að fara í þessa framkvæmd en hún gæti skilað raforkuframleiðendum töluverðum hagnaði af verkefninu, þar sem aukin eftirspurn er eftir endurnýtanlegri orku í Evrópu. Helstu vandamálin eru að fá fjármagn til framkvæmdarinnar en kostnaður við þetta verkefni er áætlaur 2.331 milljón evra. Reiknað er með að ávöxtunarkrafa verkefnisins sé 6,5% og þá er verkefnið að skila núvirði uppá rúmlega 51 milljón evra. Lykilorð: Sæstrengur. Arðsemismat. Raforka. Endurnýtanleg orka. This thesis discusses the subsea cable from Iceland to the ...