Erfðamengjagreining melhveitis (xTriticoleymus) og aðgreining steinbrjótstegunda (Saxifraga L.) með litnun

Ritgerð þessi er sett upp í tveimur hlutum: Leymus Hochstetter (melgresi) og Triticum L. (hveiti) eru tegundir ættbálksins Triticeae. Melgresi er þekkt fyrir að lifa í umhverfi sem aðrar plöntur þola ekki. Lítil úrkoma, mikið sandfok og selta eru skilyrði sem melgresi þolir vel. Þessir þolnir eiginl...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elísabet Alexandra Frick 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17151
Description
Summary:Ritgerð þessi er sett upp í tveimur hlutum: Leymus Hochstetter (melgresi) og Triticum L. (hveiti) eru tegundir ættbálksins Triticeae. Melgresi er þekkt fyrir að lifa í umhverfi sem aðrar plöntur þola ekki. Lítil úrkoma, mikið sandfok og selta eru skilyrði sem melgresi þolir vel. Þessir þolnir eiginleikar eru einkar eftirsóknarverðir í landgræðslu og því hefur samþætting þessara eiginleika við hina hefðbundu hveitiplöntu verið í brennidepli. Margar útfærslur hafa verið gerðar á blendingum hveitis og melgresis en í þessari rannsókn er blendingur melhveitis rannsökuð. Með aðferðinni Genomic in situ hybridization (GISH) voru genamengi melgresis og hveitis færð á þreifara og þáttatengd við rannsakaða melhveitið. Út fékkst heillitun 28 hveitilitninga og 14 melgresislitninga. Loks voru 18S-25S ríbósómgen kortlögð með Fluorescence intensity hybridization (FISH) aðferðinni sem sýndi genin Nor-B1, Nor-B2 ásamt ríbósómgen melgresis. Saxifraga L. (steinbrjótur) er meðal ættkvísla tvíkímblöðunga sem hafa tekist að taka yfir sig breitt svið útlitseinkenna, breytileika í erfðum, vistfræðilega útbreiðslu og fjölbreytileika á lífsháttum. Í þessari rannsókn voru litningar fjögurra steinbrjótstegunda einangraðir með protoplast-dropping aðferð. Litningarnir voru taldir í flúrsmásjá í DAPI lit. Unnið var með Saxifraga cernua 2n=>30, S.granulata 2n=>30, S. nivalis 2n=60 og S. rosacea 2n=>30. Niðurstöður sýndu fjölbreytileika milli tegunda. Þessi breytileiki mætti útskýra útlitsbreytileika milli tegunda. Samkvæmt heimildum er grunntala Saxifraga L. x=6,7,8,9,10,11 og 13 og er hann því fjöllitna. Þetta gerir plöntuna mjög áhugaverða til rannsóknar, hún vex villt og æxlast eðlilega. Þetta sýnir fram á eðlilega meiósu þrátt fyrir margvíslega fjöllitnun, upplýsingar um genamengi Saxifraga L. er því mjög mikilvæg. This thesis is divided into two parts. Leymus Hochstetter (lymegrass) and Triticum L. (wheat) are species of the tribe Triticeae. Lymegrass is particularly known for survival in habitats that other plants have ...