Hið breiðfirska lag. Vélvæðing í sjávarútvegi á Breiðafirði upp úr aldamótum 1900 og breytingar á sjósókn kvenna

Rannsóknin snýr að áhrifum vélvæðingar í sjávarútvegi á samfélagið á Breiðafirði, með áherslu á stöðu kvenna innan sjómannastéttarinnar. Á fyrstu árum 20. aldar barst vélvæðing til Íslands og tileinkuðu Breiðfirðingar sér fljótt nýjungarnar. Greint verður frá frumkvöðlum á svæðinu á því sviði. Sagt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórunn María Örnólfsdóttir 1975-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17139
Description
Summary:Rannsóknin snýr að áhrifum vélvæðingar í sjávarútvegi á samfélagið á Breiðafirði, með áherslu á stöðu kvenna innan sjómannastéttarinnar. Á fyrstu árum 20. aldar barst vélvæðing til Íslands og tileinkuðu Breiðfirðingar sér fljótt nýjungarnar. Greint verður frá frumkvöðlum á svæðinu á því sviði. Sagt verður frá samfélaginu og sjávarútveginum á Breiðafirði fyrir vélvæðingu, með sérstakri áherslu á verkaskiptingu kynjanna. Ákveðnir hugmyndastraumar sem fylgdu vélvæðingu til Íslands mörkuðu þáttaskil á sjósókn kvenna á Breiðafirði. Borin verður saman sjósókn kvenna á 19. öld og í upphafi þeirrar tuttugustu. Opinber orðræða á fyrri hluta 20. aldar verður greind í anda póstmódernískra og póststrúktúralískra hugmynda, rýnt í umræður um kynhlutverk og birtingamynd kyngervis í tímaritum og á opinberum vettvangi. Ætlunin er að sýna fram á ríkjandi viðhorf innan sjávarútvegs til vélvæðingar og þátttöku beggja kynja innan greinarinnar. Nítjándu aldar konum var eignað karlmannlegt kyngervi samkvæmt 19. aldar hugmyndum karlmanna um kvenleika og verður sýnt fram á það í ritgerðinni.