Helstu áhrifaþættir í bataferli einstaklinga með geðrænan vanda: Þjónusta og úrræði hérlendis

Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA prófs við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Meginmarkmið ritgerðarinnar var að skoða hvaða þættir geta haft áhrif á bataferli einstaklinga sem stríða við geðræn vandamál og hvaða þjónusta og úrræði eru í boði fyrir þennan hóp í íslensku samfé...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Ásrún Ýr Rúnarsdóttir 1985-, Rakel Pálsdóttir 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17102
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA prófs við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Meginmarkmið ritgerðarinnar var að skoða hvaða þættir geta haft áhrif á bataferli einstaklinga sem stríða við geðræn vandamál og hvaða þjónusta og úrræði eru í boði fyrir þennan hóp í íslensku samfélagi. Notendarannsóknir hafa leitt í ljós að einstaklingar sem glíma við geðræn vandkvæði geta náð bata. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að bataferli fólks með geðraskanir er einstaklingsbundið þar sem áhrifaþætti eru annars vegar að finna hjá þeim sjálfum og hins vegar í nánasta umhverfi. Von, uppbygging, valdefling, sjálfsábyrgð og þátttaka eru meginþættir sem taldir eru hafa jákvæð áhrif á bataferli einstaklinga. Góð samskipti einstaklinga við fjölskyldu, fagaðila og samferðafólk er einnig talið styrkja bataferlið. Einstaklingsfordómar og samfélagslegir fordómar eru taldir vera ein helsta hindrun í bataferli einstaklinga sem glíma við geðræn vandamál. Niðurstöður sýna ennfremur að mikil gróska hefur átt sér stað hvað varðar fjölbreytni í formi stuðnings og úrræða fyrir einstaklinga sem glíma við geðræn vandkvæði og er mismundandi hvernig þau mæta ólíkum þörfum þeirra. Nýjar leiðir hafa verið farnar í þjónustu þar sem áhersla er lögð á valdeflingu, bæði hjá opinberum stofnunum og frjálsum félagasamtökum. Í ljós hefur komið að sjónarmið, þátttaka og virkni einstaklinga sem etja við geðræn vandkvæði hefur haft töluverð áhrif á þjónustu, fræðslu, skipulagningu úrræða og á meðferðarstarf. Lykilorð; geðröskun, geðheilbrigði, batahugmyndafræði, þjónusta, samfélagsleg úrræði, félagsráðgjöf. This thesis is the final work for BA Social Work degree at the University of Iceland. The main purpose was to examine which factors affect the recovery of individuals plagued with mental health problems and what services and resources are available for this group in Iceland. User studies have shown that individuals who experience mental health problems can recover. ...