Jóhann Ólafsson & Co. : greining á þörfum verslunarstjóra á Akureyri

Verkefnið er lokað til júlí 2012 Jóhann Ólafsson & Co. er rótgróið fyrirtæki á sviði innflutnings, heildsölu og smásölu. Fyrirtækið hefur kynnt Íslendingum fyrir fjölmörgum þekktum vörumerkjum og lagði grundvöll að viðskiptum á milli Íslands og Japan. Meðal þeirra vörumerkja sem fyrirtækið býður...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Héðinn I. Gunnarsson Michelsen
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2008
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1707
Description
Summary:Verkefnið er lokað til júlí 2012 Jóhann Ólafsson & Co. er rótgróið fyrirtæki á sviði innflutnings, heildsölu og smásölu. Fyrirtækið hefur kynnt Íslendingum fyrir fjölmörgum þekktum vörumerkjum og lagði grundvöll að viðskiptum á milli Íslands og Japan. Meðal þeirra vörumerkja sem fyrirtækið býður upp á er OSRAM, sem er þýskur ljósaperuframleiðandi, og hafa þau átt yfir 50 ára farsælt samstarf. Jóhann Ólafsson & Co. hefur ávallt haft það að leiðarljósi að veita viðskiptavinum sínum örugga og góða þjónustu. Til þess að það sé mögulegt þarf að kanna hverjar þarfir viðskiptavina eru og hvaða þættir geta haft áhrif á hæfni fyrirtækisins til þess að uppfylla þessar þarfir. Því var byrjað á því að gera umhverfisgreiningu, þar sem innra og ytra umhverfi fyrirtækisins var skoðað og niðurstöður greiningarinnar voru teknar saman í SVÓT greiningu. Til þess að veita öllum viðskiptavinum góða þjónustu þarf að flokka heildarmarkaðinn niður í smærri markhópa, því mismunandi hópar hafa mismunandi þarfir. Því var gerð STP greining, sem snýst um að flokka markaðinn niður, velja hvaða hópa sé best að einblína á hverju sinni og að lokum að skapa vörunni sess innan þeirra hópa sem valdir eru. Mikilvægt er fyrir verslunarstjóra að hafa rétta lýsingu í verslunum sínum. Lýsing hefur mikil áhrif á kauphegðun viðskiptavina auk þess sem röng lýsing getur valdið því að viðskiptavinir sjái vörurnar ekki í réttu ljósi. Til eru margar tegundir ljósa og eru þær helstu bornar saman í verkefninu. Markmið þessa verkefnis var að kanna hverju verslunarstjórar á Akureyri leitast eftir þegar kemur að lýsingu í verslunum og hversu vel þeir þekktu OSRAM vörumerkið. Fljótlega vöknuðu spurningar um hvort verslunarstjórar gerðu sér grein fyrir mikilvægi lýsingar og var því ákveðið að bæta við rannsóknarspurningum til þess að komast að því. Til þess að fá svör við þessum spurningum var framkvæmd stutt könnun meðal verslunarstjóra. Helstu niðurstöður könnunarinnar voru þær að flestir verslunarstjórar lögðu mesta áherslu á að hafa lýsingu sem skila ...