Opinber vinnumarkaður: Fjöldaþróun opinberra starfsmanna á árunum 2003-2012

Verkefni þetta fjallar um íslenskan vinnumarkað, sérstaklega opinbera hluta hans. Ítarleg umfjöllun er um þróun og umgjörð íslensks vinnumarkaðar sem og helstu einkenni opinbers vinnumarkaðar. Þá er einnig fjallað um tvo mikilvæga vinnumarkaðstengda þætti, kjarasamninga og stéttarfélög. Meginmarkmið...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: María Jonný Sæmundsdóttir 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17062
Description
Summary:Verkefni þetta fjallar um íslenskan vinnumarkað, sérstaklega opinbera hluta hans. Ítarleg umfjöllun er um þróun og umgjörð íslensks vinnumarkaðar sem og helstu einkenni opinbers vinnumarkaðar. Þá er einnig fjallað um tvo mikilvæga vinnumarkaðstengda þætti, kjarasamninga og stéttarfélög. Meginmarkmið verkefnisins var að skoða þróun fjölda opinberra starfsmanna og benda niðurstöður til þess að þeim fari fjölgandi. Einnig var stéttarfélagsaðild opinberra starfsmanna skoðuð og virðist hún vera allt að 100% og má að mestu leyti skýra það með einu lagaákvæði. Þá voru helstu einkenni opinbers vinnumarkaðar kortlögð og er hann að mörgu leyti talsvert frábrugðinn almennum vinnumarkaði. Til að mynda er stofnanaumhverfi hans meira, launa- og stöðuhækkanir eru fátíðari en það sem tíðkast á almenna vinnumarkaðnum og reka opinberir starfsmenn gjarnan lestina hvað varðar laun og önnur hlunnindi. Notast var við tvennskonar rannsóknaraðferðir í verkefninu, annars vegar yfirlitsrannsókn (e. literature review) og hins vegar greiningu á fyrirliggjandi gögnum (e. secondary data analysis). Báðar aðferðirnar heyra undir megindlegar rannsóknaraðferðir. Gögnin sem notuð voru í greiningunni voru tölur um félagsaðild frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Bandalagi háskólamenntaðra og Kennarasambandi Íslands. Gögnin spönnuðu tíu ára tímabil, frá 2003 til 2012. Við gagnagreininguna var einnig notast við gögn um vinnumarkaðinn frá Hagstofu Íslands. Lykilorð: Opinber vinnumarkaður, opinberir starfsmenn, ríkið, kjarasamningar, stéttarfélög. This thesis is the final thesis in my Master studies in Human Resource Management at the Faculty of Business Administration, School of Social Sciences at the University of Iceland, counting 30 ECTS units. The main purpose of this research is to study the Icelandic Labour Market, focusing on it‘s public sector. Development and framework of the Icelandic Labour Market are reviewed in details, as well as the main characteristics of the public sector. The literature review covers two important ...