Viðhorf framhaldsskólakennara til samskipta og samvinnu við nemendur og starfsfólk : ,,Manneskja sem lætur sig aðra manneskju varða"

Menntastofnanir eru að færast í auknum mæli að aukinni samvinnu, gagnsæi og einstaklingsmiðuðu námi og starf kennarans er orðið meira krefjandi en áður var. Til þess að markmiðum kennslu verði náð er mikilvægt að samskipti og samvinna kennara og nemenda séu góð. Þjónandi forysta er hugmyndafræði sem...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hrafnhildur Haraldsdóttir 1975-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17013
Description
Summary:Menntastofnanir eru að færast í auknum mæli að aukinni samvinnu, gagnsæi og einstaklingsmiðuðu námi og starf kennarans er orðið meira krefjandi en áður var. Til þess að markmiðum kennslu verði náð er mikilvægt að samskipti og samvinna kennara og nemenda séu góð. Þjónandi forysta er hugmyndafræði sem gengur út á það að leiðtoginn sé þjónn samstarfsfólks síns, sé hvetjandi, styðjandi og efli það til þess að verða sjálft þjónandi leiðtogar. Hinn þjónandi leiðtogi spyr spurninga á borð við: ,,Hvers þarfnast fólk? Hvernig get ég og stofnun mín komið til móts við þarfir þess?“ Þannig leitast hann ætíð við að greina og mæta þörfum annarra til þess að stofnunin eða fyrirtækið nái sem bestum árangri. Þessi ritgerð fjallar um áherslur framhaldsskólakennara í samskiptum og samvinnu við nemendur og starfsfólk og tengsl við hugmyndafræði þjónandi forystu. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að kanna hverjar áherslur framhaldsskólakennaranna í Verkmenntaskólanum á Akureyri væru í samskiptum og samvinnu við nemendur og starfsfólk skólans og hins vegar hvort þær áherslur endurspegluðu hugmyndafræði þjónandi forystu. Fræðilegt og hagnýtt gildi rannsóknarinnar er að auka innsýn í þjónandi forystu í skólastarfi framhaldsskólakennara og meta birtingarmynd hennar. Ritgerðin byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar í formi viðtala við sex framhaldsskólakennara við Verkmenntaskólann á Akureyri vorið 2013. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru þær að áherslur framhaldsskólakennara við Verkmenntaskólann á Akureyri einkennast af velvild til nemenda og samstarfsfólks þeirra. Samvinna, agi, árangur og þjónusta voru orð sem voru viðmælendum töm. Niðurstöðurnar bera þess merki að samhengi sé á milli áherslna kennaranna og hugmyndafræði þjónandi forystu. Kennararnir lögðu áherslu á það að fá nemendurna með sér og koma þeim í skilning um það að mikilvægt sé að vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Í ljósi þessara niðurstaðna er mikilvægt að auka vægi þessara þátta í kennslu og rannsaka betur samskipti og samvinnu allra innan ...