„Þá er hrópað hátt um líf og synd og glæp.“ Um rauðsokkur, frjálsar fóstureyðingar og andstöðu

Rannsókn þessi er unnin eftir aðferðum kynjasagnfræði, þar sem kenningum kynjafræði er fléttað saman við sagnfræðilega rannsóknarvinnu. Í rannsókninni er fjallað um baráttu rauðsokka fyrir frjálsum fóstureyðingum á tímabilinu 1970-1975. Rauðsokkur áttu stóran þátt í að koma endurskoðun fóstureyðinga...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gunnhildur Sigurhansdóttir 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17010
Description
Summary:Rannsókn þessi er unnin eftir aðferðum kynjasagnfræði, þar sem kenningum kynjafræði er fléttað saman við sagnfræðilega rannsóknarvinnu. Í rannsókninni er fjallað um baráttu rauðsokka fyrir frjálsum fóstureyðingum á tímabilinu 1970-1975. Rauðsokkur áttu stóran þátt í að koma endurskoðun fóstureyðingalaganna í umræðuna. Þær lögðu ríka áherslu á að í nýjum fóstureyðingalögum skyldu fóstureyðingar gerðar frjálsar og þær lögðu áherslu á aðkomu kvenna að gerð nýrra laga. Rauðsokkur settu baráttuna fyrir frjálsum fóstureyðingum í samhengi við réttindabaráttu kvenna á öðrum sviðum; sjálfsákvörðunarrétturinn var nauðsynlegur fyrir fullt kvenfrelsi. Þá fjallar rannsóknin um þá andstöðu sem rauðsokkur og málstaður þeirra mætti í fóstureyðingamálinu. Umræða í fjölmiðlum og á Alþingi var greind og komu þá í ljós þrástef í orðræðunni. Í umræðu í fjölmiðlum var rauðsokkum stillt upp í andstöðu við ríkjandi hugmyndir um kvenleika; þær hugsuðu um eigin hagsmuni, vildu ekki hugsa um börnin sín og vildu jafnvel drepa börnin sín. Þær voru sagðar valda upplausn í samfélaginu, vera lauslátar og siðspilltar. Í umræðu sérfræðinga og leikmanna á Alþingi og í fjölmiðlum mátti greina hugmyndir um vanhæfni kvenna til að taka ákvarðanir um fóstureyðingar og að frjálsar fóstureyðingar myndu ýta undir lauslæti. The study is in the tradition of gender history, where the theories of gender studies are interwoven with historical research. The study analyzes the Icelandic Red Stockings‘ 1970-1975 campaign for free abortion. The Red Stockings played an integral role in opening the discussion about revising the abortion laws in Iceland. They placed great emphasis on having the new abortion law make abortion free and that women should play a role in writing the laws. The Red Stockings put the campaign for free abortion in the context of women‘s rights in other areas; women‘s right of self determination was an essential part of women‘s liberation. The study furthermore addressese the resistance the Red Stockings and their cause met in the case of ...