Brottfall úr Samvinnu: Reynsla notenda sem hættu í starfsendurhæfingu á Suðurnesjum

Þessi rannsókn fjallar um brottfallshóp hjá Samvinnu, starfsendurhæfingu á Suðurnesjum. Markmið rannsóknarinnar er að leita eftir reynslu og skýringu á hvers vegna þátttakendur, sem hafa verið í starfsendurhæfingu hjá Samvinnu, hættu þátttöku án þess að ljúka endurhæfingunni. Auk þess verður kannað...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóhanna María Ævarsdóttir 1975-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16983
Description
Summary:Þessi rannsókn fjallar um brottfallshóp hjá Samvinnu, starfsendurhæfingu á Suðurnesjum. Markmið rannsóknarinnar er að leita eftir reynslu og skýringu á hvers vegna þátttakendur, sem hafa verið í starfsendurhæfingu hjá Samvinnu, hættu þátttöku án þess að ljúka endurhæfingunni. Auk þess verður kannað hver reynsla þeirra er af starfsendurhæfingunni, fyrirkomulagi, skipulagi og samskiptum við ráðgjafa og starfsfólk. Markmiðið er einnig að rannsaka hvernig atvinnustaða þeirra er í dag og hvaðan þeir hafa framfærslu, hvort þeir hafi hug á að hefja aftur starfsendurhæfingu og hvernig þeir sjá framtíð sína fyrir sér. Notuð var blönduð rannsóknaraðferð þar sem var gerð símakönnun og tekin voru sex einstaklingsviðtöl við þátttakendur sem hafa hætt þátttöku hjá Samvinnu. Helstu niðurstöður voru að 59% þeirra sem tóku þátt í símakönnun töldu starfsendurhæfinguna ekki hafa hentað sér. Einstaklingsviðtöl leiddu í ljós að viðmælendur hættu vegna brottflutnings, persónulegra áfalla og vegna þess að starfsendurhæfingin var ekki nægjanlega einstaklingsmiðuð. Viðmælendum fannst vera skortur á skipulagi, sveigjanleika, vali og eftirfylgni. Flestir, eða 86%, hafa framfærslu frá hinu opinbera í dag og einungis 14% eru með launatekjur. Viðmælendur einstaklingsviðtala eru allir bjartsýnir á framtíðina og stefna á nám eða á vinnumarkaðinn. Tæpur helmingur þeirra sem tóku þátt í símakönnun eru í skipulagðri virkni og tæplega tveir þriðju þeirra telja sig þurfa á endurhæfingu að halda. Lykilorð: Starfsendurhæfing, brottfall, Samvinna starfsendurhæfing á Suðurnesjum, þróun starfsendurhæfingar, hugtakanotkun í starfsendurhæfingu. This study examines a group of people that have withdrawn themselves from Samvinna, vocational rehabilitation center in Suðurnes. The study is looking for experience of, and an explanation of why, participants in vocational rehabilitation at Samvinna withdrew themselves from the program without finishing. In addition assess the experience of job rehabilitation, arrangement, organization and communication with ...