Trúir þú á fósturráðstöfun sem úrræði? Viðhorf fagaðila til fósturráðstafana barna

Markmið rannsóknarinnar var að skoða viðhorf og reynslu fagaðila til fósturráðstafana barna með tilliti til þess laga- og regluverks sem unnið er eftir við meðferð fósturmála. Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt og voru tekin viðtöl við sex fagaðila barnaverndarnefnda í Reykjavík og nágrenni. Ran...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lilja Dögg Magnúsdóttir 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16968
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að skoða viðhorf og reynslu fagaðila til fósturráðstafana barna með tilliti til þess laga- og regluverks sem unnið er eftir við meðferð fósturmála. Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt og voru tekin viðtöl við sex fagaðila barnaverndarnefnda í Reykjavík og nágrenni. Rannsókninni var ætlað að varpa ljósi á viðhorf og reynslu þeirra til fósturráðstafana barna og hvaða breytinga væri þörf á til að gera starf fagaðila betra, sem myndi stuðla að bættum hag fósturbarna og fjölskyldna. Helstu niðurstöður eru þær að reynsla og viðhorf fagaðila til fósturráðstafana barna er að mestu leyti góð. Fagaðilar telja sig þó vera undir miklu álagi í starfi og telja það laga- og regluverk sem fara þarf eftir vera flókið ásamt því að taka frekar mið af foreldrarétti fremur en barnarétti. Þá telja fagaðilar að samráð sé haft við öll börn en mismikið og fer það eftir eðli máls. Helstu breytingar sem fagaðilar vilja sjá í starfi sínu eru meðal annars að fá fleiri fósturheimili á höfuðborgarsvæðið, gera starf fósturforeldra eftirsóknarverðara og að samræma þurfi greiðslur milli sveitarfélaga til fósturforeldra. Fagaðilar vilja einnig fá skýrari verklagsreglur milli Barnaverndarnefnda og Barnaverndarstofu um ábyrgðarhlutverk þeirra sem og að eftirlits- og ráðgjafarhlutverk Barnaverndarstofu sé ekki í sömu hendi. Mikilvægi rannsóknarinnar liggur þannig í því að efla og þróa frekari rannsóknir á sviði fósturmála. Svo virðist sem að ekki hafi verið gerð rannsókn hér á landi þar sem viðhorf og reynsla fagaðila til fósturráðstöfunar barna eru skoðuð með tilliti til laga- og regluverks. Niðurstöður rannsóknarinnar veita því mikilvæga innsýn í starf þeirra og er hluti af þeirri þróun sem þarf til að efla og bæta starf fagaðila, með það að leiðarljósi að það skili sér í bættum hag barna og fjölskyldna. This study examined the attitudes and experiences of professionals regarding fostering measures and procedures of children with respect to laws and regulations. The study was based on qualitative research and six ...