Kynjafræði í skólum : eðli og afdrif tillagna í lokaskýrslu þróunarverkefnisins Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Ýmis þróunarverkefni sem beinast að kynja- og jafnréttisfræðslu hafa verið sett á laggirnar í gegnum árin. Hér er sjónum beint að þróunarverkefninu Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum sem unnið var í fimm sveitarfélögum skólaárið 2008–2009 á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Jafnrétt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sandra Rut Skúladóttir 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16882
Description
Summary:Ýmis þróunarverkefni sem beinast að kynja- og jafnréttisfræðslu hafa verið sett á laggirnar í gegnum árin. Hér er sjónum beint að þróunarverkefninu Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum sem unnið var í fimm sveitarfélögum skólaárið 2008–2009 á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Jafnréttisstofu, Akureyrarbæjar, Kópavogs-bæjar, Mosfellsbæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar og Reykjavíkurborgar. Í lokaskýrslu verkefnisins birtust níu tillögur um áframhaldandi jafnréttisstarf og er markmið rannsóknarinnar að fjalla um þróunarverkefnið og skoða hvernig unnið hafi verið með tillögurnar. Þær taka til ýmissa þátta og voru rannsóknaraðferðir því margvíslegar. Skýrslur, námsskrár og jafnréttisáætlanir voru skoðaðar, tölvupóstar voru sendir og tekin voru síma- og vettvangsviðtöl. Þátttakendur voru meðal annars aðilar úr þátttökuskólum þróunarverkefnisins, yfirmenn kennaradeilda, jafnréttisráðgjafar og aðrir sérfræðingar. Niðurstöður benda til þess að verkefnið hafi haft jákvæð áhrif á þátttakendur þess, þrátt fyrir að það félli ekki alltaf að kröfum skólaþróunarfræða. Rannsóknin sýnir einnig fram á að unnið hafi verið með sumar tillögurnar en aðrar ekki, auk þess sem vænlegt yrði að útvíkka nokkrar þeirra þannig að þær tækju til breiðara sviðs. Ástæða þess að ekki hefur verið unnið með sumar tillögur eru meðal annars fjárskortur, ófullnægjandi umsjón um jafnréttismál almennt og þekkingarleysi um kynjafræði og skólastarf. Einnig gætu sumar tillögur talist mikilvægari en aðrar í jafnréttisstarfi skóla. Jafnvel þó að ekki hafi verið unnið með allar tillögurnar nýtast þær vel til hliðsjónar við innleiðingu grunnþáttarins jafnrétti sem ný aðalnámskrá frá árinu 2011 gerir ráð fyrir. Gender and equality in schools. Nature and results of recommendations in a final report of a development project A number of development projects that focus on gender and equality have been established over the years. Here the focus is on a development project that took place in five counties in Iceland over the years 2008–2009. Nine ...