Að læra að lesa : myndasögur sem lestrarefni

Þessi greinargerð ásamt myndasögublöðum er lokaverkefni til M.Ed.-prófs við kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Verkefnið felst í uppleggi að tíu myndasögublöðum ásamt fræðilegri greinargerð. Markmið með verkefninu er að auka fjölbreytni í lestrarefni fyrir byrjendur en efnið er hugsað...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir 1974-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16877
Description
Summary:Þessi greinargerð ásamt myndasögublöðum er lokaverkefni til M.Ed.-prófs við kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Verkefnið felst í uppleggi að tíu myndasögublöðum ásamt fræðilegri greinargerð. Markmið með verkefninu er að auka fjölbreytni í lestrarefni fyrir byrjendur en efnið er hugsað fyrir sex til níu ára nemendur. Þrjár spurningar voru hafðar til hliðsjónar við gerð verkefnisins og þær snúast um hvort og hvernig myndasögur geta nýst nemendum í lestrarnámi og aukið áhuga þeirra á lestri. Þrjú fyrstu myndasögublöðin eru fullunnin en drög liggja fyrir að hinum sjö. Blöðin eru átta blaðsíður hvert, að forsíðu og baksíðu meðtöldum, í brotinu 18 sinnum 24 sm og fjalla um hundinn Kát sem ratar í ýmis ævintýri. Söguþráðurinn á að höfða til barna á þessum aldri og myndirnar að vera litríkar og grípandi. Rannsóknir sýna að námsáhugi hefur mikið að segja um frammistöðu nemenda í lestri og því er mikilvægt að nemendur eigi þess kost að lesa það sem þeim finnst áhugavert. Rannsóknir sýna einnig að myndasögur eru ein af fáum textategundum sem ná að fanga athygli ungra lesenda og að myndasögur geta leitt til frekari áhuga á lestri. Þá sýna rannsóknir að sjálfstjórn og ánægja af lestri eru þeir þættir sem hafa hvað mest forspárgildi um námsárangur. Með myndasögur sem valmöguleika fyrir byrjendur í lestri eru líkur á ánægju og sjálfstjórn auknar. Það léttlestrarefni sem til er og skilgreint sem slíkt miðast við að nemendur taki eðlilegum framförum í lestri. Ef nemanda gengur hægar en búast má við án þess að eiga við sértæka lestrarerfiðleika að stríða verður það lestrarefni fljótt of þungt. Gerð þessara myndasagna er viðleitni til að auka við úrval léttlestrarefnis fyrir byrjendur. Jafnframt er dregið fram að form og einkenni myndasögunnar geta hentað í þeim tilgangi. Vonast er til að ekki verði staðar numið hér heldur haldið áfram að þróa fjölbreytt léttlestrarefni fyrir þennan aldurshóp. This report in addition to the comics I will produce, will form my M.Ed.-paper at the University of Iceland. The paper ...