Að þekkja og skilja tilfinningar sínar : geta listir og lífsleikni stuðlað að vellíðan barna?

Þessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni til B.Ed.- prófs á grunnskólabraut kennaradeildar við Háskólann á Akureyri vorið 2008. Varpað er ljósi á það hvernig líðan barna er og á hvern hátt skólinn getur hlúð að tilfinningum þeirra. Í fyrrihluta ritgerðarinnar kemur fram hversu mikilvægt það er að ein...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gróa Svanbergsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2008
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1685
Description
Summary:Þessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni til B.Ed.- prófs á grunnskólabraut kennaradeildar við Háskólann á Akureyri vorið 2008. Varpað er ljósi á það hvernig líðan barna er og á hvern hátt skólinn getur hlúð að tilfinningum þeirra. Í fyrrihluta ritgerðarinnar kemur fram hversu mikilvægt það er að einstaklingurinn þekki sjálfan sig og tilfinningar sínar. Ef einstaklingur býr yfir sjálfsþekkingu leiðir það til þess að hann hefur meira sjálfstraust, betra sjálfsmat og meiri líkur eru en ella á því að honum vegni vel í lífinu. Einnig er fjallað um þunglyndi og kvíða og þau úrræði sem eru fyrir hendi í dag til að meðhöndla þá sjúkdóma. Í seinnihluta ritgerðarinnar er fjallað um lífsleikni, bekkjarfundi, listmeðferðarfræði og listgreinar með það að leiðarljósi að gera grein fyrir á hvern hátt skólar geti nýtt sér þessar aðferðir í kennslu. Markmiðið er að nemendur læri að vinna með tilfinningar sínar á fjölbreyttan hátt. Að lokum er gerð grein fyrir könnun sem lögð var fyrir börn á aldrinum ellefu til sextán ára í meðalstórum skóla á landsbyggðinni. Markmið var að kanna hvernig líðan nemenda á þessum aldri er og hvort bekkjarfundir gætu stuðlað að frekari vellíðan þeirra. Niðurstaða könnunarinnar er sú að börnum líður yfirleitt mjög vel. Það breytir þó ekki því að meginniðurstaða ritgerðarinnar er að mikilvægt er að vera ætíð vakandi yfir líðan barna og að vinna þarf markvisst að því að kenna börnum að tjá sig og skoða sjálf sig á uppbyggilegan hátt. Það er mat höfundar að gera þarf listgreinum og lífsleikni hærra undir höfði en nú þar sem í þessum námsgreinum er hægt að nálgast börn á annan hátt heldur en í bóklegu námi.