Einelti

Verkefnið er lokað til 18.10.2043. Ritgerð þessi sem unnin er til B.Ed. prófs í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Í ritgerðinni verður varpað ljósi á nokkrar skilgreiningar um einelti og hvað það er. Einkum er sjónum beint að einelti í skólum og hvaða aðferðir skólinn notar við báráttunni við...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eygló Logadóttir 1974-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16813
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 18.10.2043. Ritgerð þessi sem unnin er til B.Ed. prófs í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Í ritgerðinni verður varpað ljósi á nokkrar skilgreiningar um einelti og hvað það er. Einkum er sjónum beint að einelti í skólum og hvaða aðferðir skólinn notar við báráttunni við eineltið. Einelti er óásættanleg hegðun sem hefur þann tilgang að niðurlægja aðra manneskju, mestu máli skiptir að endurtekning á hegðuninni þarf að vera til staðar því annars er hún túlkuð sem stríðni. Einelti snertir alla, bæði þá sem verða fyrir því og líka þá sem horfa upp á það.Þeim einstaklingum sem með einhverjum hætti koma að einelti verða gerð skil án þess að sérstök áhersla verði lögð á einhvern þeirra. Einnig verður greint frá afleiðingum eineltis hjá hópunum. Birtingarmyndir eineltis sem gerendur nota til þess að ná stjórn á þolandanum eru nokkrar og verður greint frá nokkrum þeirra. Þar má meðal nefna eltihrelli, sem hefur það að markmiði að elta fórnarlambið hvert sem það fer. Einnig verða líka greint frá afleiðingum eineltis sem margir af þeim sem hafa kynnst hafa einelti í einhverri mynd þjást af. Geta þeir þurft að eiga við þessa kvilla út ævina. Enn fremur verður fjallað um nokkrar af þeim aðferðum sem beitt eru til að uppræta einelti. Olweusaráætlunin er mest notuð af þeim aðferðum gegn einelti hér á landi og er greint frá henni ásamt R-time, PBS og SMT – skólafærni. Eru þær allar nema ein eru notaðar á Íslandi. Er meginmarkmið þeirra að leysa úr eineltismálum og koma í veg fyrir að eineltið nái að þrífast í skólanum. Einelti á sér stað yfirleitt á skólalóðinni eða inni í kennslustofunni. Til þess að þekkja eineltishegðun þarf að þekkja þau merki sem birtast hjá gerandanum eins og til dæmis að gerandanum finnst gaman að því að stríða öðrum. The following thesis is the final assignment for a B.Ed. degree at the faculty of Education at the University of Akureyri. In this thesis we will point out few definitions on bullying and what it is. The focus is on bullying in schools and the methods used in ...