Vettvangsferð

Eitt af því sem hefur einkennt mannfræðina sem fræðigrein er hin etnógrafíska rannsóknaraðferð hennar með langtíma vettvangsdvöl, oft á fjarlægum slóðum, í anda Bronislaw Malinowski sem gerði garðinn frægan á Tróbríandeyjum í árdaga greinarinnar. Síðan hafa rannsóknaraðferðir mannfræðinga þróast í ý...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristján Þór Sigurðsson 1954-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16801
Description
Summary:Eitt af því sem hefur einkennt mannfræðina sem fræðigrein er hin etnógrafíska rannsóknaraðferð hennar með langtíma vettvangsdvöl, oft á fjarlægum slóðum, í anda Bronislaw Malinowski sem gerði garðinn frægan á Tróbríandeyjum í árdaga greinarinnar. Síðan hafa rannsóknaraðferðir mannfræðinga þróast í ýmsar áttir, auk þess sem aðrar félagsvísindagreinar hafa notfært sér aðferðir mannfræðinnar í auknum mæli. Í grein minni er markmiðið að fjalla um vettvangsferð meðal múslíma á höfuðborgarsvæðinu og hvernig staða mín sem rannsakandi og persóna þróaðist og breyttist á ferðalaginu. Hinn sígilda ímynd mannfræðilegra rannsókna sem einmana dvöl á einangruðum og fjarlægum stað í „þorpinu“ hjá einsleitum menningarlegum hópi hefur breyst mikið. Mannfræðingar stunda í auknum mæli rannsóknir á eigin samfélagi, og í eigin samfélagi (í þorpinu, ekki á þorpinu). Rannsóknin sem ég hef stundað síðustu misseri hefur átt sér stað í tveimur litlum „þorpum“ sem er hið margbreytilega samfélag múslíma á Íslandi, þar sem „þorpsbúar“ búa við mikinn menningarlegan og etnískan fjölbreytileika, andstætt hinu „sígilda þorpi“ mannfræðinga. Þó svo meðlimir „þorpsins“ séu dreifðir um borg og bý, eiga þeir samverustað í hinum tveimur „moskum“ í Reykjavík, sem líta má á sem tvö þorp þar sem margbreytilegar samsemdarlegar umbreytingar gerast og þar sem ferðalag mitt átti sér stað.