Fémæti ferðaþjónustu. Rannsókn á efnahagslegum áhrifum ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslu

Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslu er yfirskrift þriggja ára rann- sóknarverkefnis sem hófst í september 2012 í samstarfi Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík, Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og Þekkingarnets Þingeyinga. Erindið fjallar í meginatriðum um tilurð og afmörkun rannsókna...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir 1975-, Edward Hákon Huijbens 1976-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16781
Description
Summary:Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslu er yfirskrift þriggja ára rann- sóknarverkefnis sem hófst í september 2012 í samstarfi Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík, Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og Þekkingarnets Þingeyinga. Erindið fjallar í meginatriðum um tilurð og afmörkun rannsóknarefnisins auk þess sem rannsóknaraðferðunum verða gerð skil. Verkefnið byggir á samvinnu fjölda aðila á svæðinu; ferðaþjónustuaðilum, opinberum stofnunum, þjónustu- fyrirtækjum, rannsóknastofnunum o.fl. Samstarfi við þessa aðila verður lýst og hvernig tekist hefur að búa til ramma og farveg um verkefnið. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að leggja mat á hagræn áhrif ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslu. Verkefnið er tvíþætt þar sem annars vegar verða lögð drög að svæðisbundnum ferðaþjónustureikningum í Þingeyjarsýslu og niðurstöður þeirra bornar saman við niðurstöður Hagstofunnar á landsvísu og hins vegar verða margföldunaráhrif ferðaþjónustunnar könnuð á sama svæði. Í grunninn fylgir rannsóknaraðferðin sömu alþjóðlegu stöðlum og forskrift og notuð er við gerð Ferðaþjónustureikninga Hagstofu Íslands, en töluverð vinna hefur verið lögð í staðfærslu og upplýsingaöflun vegna smæðar landsins og skorts á tölulegum gögnum. Greining gagna felst í því að tefla saman fyrir- liggjandi gögnum og viðtalsgögnum (þ.á.m. ársreikningagreiningu) með það að markmiði að meta heildaráhrif ferðaþjónustunnar á fyrirtæki í ólíkum tegundum ferðaþjónustu.