Lífshættir flundru (Platichthys flesus) á ósasvæði Hvítár í Borgarfirði

Með hækkandi sjávarhita hefur nýjum fisktegundum í hafinu umhverfis Íslands fjölgað. Á undanförnum árum virðast fjórar nýjar tegundir hafa náð fótfestu hérlendis steinsuga (Petromyzon marinus), sandrækja (Crangon crangon), grjótkrabbi (Cancer irroratus) og flundra (Platichthys flesus), sem einnig ný...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásgeir Valdimar Hlinason 1964-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16760
Description
Summary:Með hækkandi sjávarhita hefur nýjum fisktegundum í hafinu umhverfis Íslands fjölgað. Á undanförnum árum virðast fjórar nýjar tegundir hafa náð fótfestu hérlendis steinsuga (Petromyzon marinus), sandrækja (Crangon crangon), grjótkrabbi (Cancer irroratus) og flundra (Platichthys flesus), sem einnig nýtir búsvæði í árósum og ferskvatni á hluta lífsferilsins, en tegundin var fyrst greind á Íslandi árið 1999. Markmið rannsóknarinnar var að kanna útbreiðslu flundru við Ísland, og lífshætti flundru á vatnasvæði Hvítár í Borgarfirði ásamt umhverfisþáttum; (1) landnám var kannað með heimildaleit og spurningalista til veiðifélaga (2) rannsökuð var, stærðarsamsetning, aldur, vöxtur, kynjahlutfall, kynþroski, fæða og fæðuval flundrunnar á þremur stöðvum á ósasvæði Hvítár (3) umhverfisþættir voru mældir, hitastig á mælistöðum, selta, auk athugana á búsvæðum (4) gerður var samanburður á fæðu laxfiska (Salmonidae) og flundru. Rannsóknin fór fram á tímabilinumaí – september 2011 auk þess voru notuð gögn frá Veiðimálastofnun sem safnað var árið 2010. Göngur flundrunnar inná ósasvæðið fóru eftir árstíðum, lítið var af fiski um vorið en jókst er leið á haustið. Geldfiskur var ríkjandi er ofar dró í ósnum. Kynþroska fiskur gekk utar um haustið, en geldfiskar urðu eftir. Aldur flundrunnar spannaði frá 0+ til 8+ (vorgömul seiði- flundru á níunda ári) og hrygnur voru algengari í eldri aldurshópum. Flundrurnar voru á lengdarbilinu 8-42 cm. Mikill breytileiki kom fram í fæðu flundrunnar eftir stöðvum. marflær (Gammarus spp) voru ríkjandi í fæðu flundru í ísöltu vatni, einnig bar nokkuð á silungaseiðum og fiskleifum. Fæðuval flundru í sjó var fjölbreyttara, helstu fæðugerðir voru skeldýr (Bivalvia), marflær, sandmaðkur (Arencolamarina ), trönusíli (Hyperoplus lanceolatus) og fiskleifar. Einnig fundust laxaseiði í magasýnum flundru í Andakílsá. Flundra er því ósérhæfð í fæðuvali. Flundra er afræningi á fiskum, m.a. laxfiskum, og fæðuval flundru og laxfiska skarast að töluverðu leyti, t.d. ögnum, marfló og trönusíli. Samkeppni ríkir því að ...