Hjartað mitt lætur mig gráta : hafa breytingar áhrif á börn

Eftirfarandi ritgerð er unnin sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri á vormisseri árið 2008. Tilgangur verkefnisins er að skoða hvernig breytingar í lífi barna geta haft áhrif á líðan þeirra og hegðun í leikskóla. Nauðsynlegt er að ræða um tilfinningar við börn og fyl...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásta Kristín Valgarðsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2008
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1676
Description
Summary:Eftirfarandi ritgerð er unnin sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri á vormisseri árið 2008. Tilgangur verkefnisins er að skoða hvernig breytingar í lífi barna geta haft áhrif á líðan þeirra og hegðun í leikskóla. Nauðsynlegt er að ræða um tilfinningar við börn og fylgjast með þeim í leik og starfi með það meginmarkmið í huga að sjá til þess að börnunum líði vel og læri að þekkja tilfinningar sínar og geti tjáð þær. Enn fremur að læra að skilja tilfinningar annarra. Höfundur hafði mesta löngun til að fjalla um áföll og breytingar í lífi barna, því í gegnum starfið, reynslu af sínum eigin börnum og öðrum sem hann þekkir til vissi hann að þær geta haft mikil áhrif á líðan þeirra og hegðun. Þó hann langaði mest til að fjalla um hversdagslegar breytingar þá tekur hann líka á öðrum og erfiðari áföllum. Þær breytingar sem höfundur valdi að fjalla um, eru breytingar eins og skilnaður foreldra, eignast stjúpfjölskyldur, flutningur og fleira. Einnig breytingar sem verða í leikskóla, eins og að flytjast á milli deilda og breytingar í barna- eða starfsmannahópnum. Inn í þessum köflum er einnig fjallað um skilgreiningar nokkurra fræðimanna og komið með nokkur dæmi sem höfundur þekkir af eigin reynslu. Komið er inn á hvað er til bjargar, hvort sem er í samfélaginu eða í leikskólanum. Hvernig við getum aðstoðað börn þannig að þau finni sem minnst fyrir erfiðum breytingum og hvað það er mikilvægt að hafa góða samvinnu milli foreldra og starfsfólks leikskólans. Samvinna milli heimilis og leikskóla er grunnurinn að því að barninu geti liðið vel. Gæta þarf að hagsmunum barna og hlúa vel að þeim börnum sem eiga erfitt vegna einhvers andstreymis í daglegu lífi þeirra. Helstu niðurstöður höfundar eru þær að við getum alltaf átt von á því að barn í leikskóla verði fyrir áfalli á einn eða annan hátt í kjölfar breytinga í daglegu lífi þess. Breytingarnar hafa þær afleiðingar að barnið sýnir breytta hegðun í leikskólanum og verðum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við þarfir ...