Listir og skapandi starf í leikskóla : þemaverkefni um fjöruna

Verkefnið er lokað Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Ritgerðin fjallar um skapandi starf barna í leikskóla og mikilvægi þess að þau fái tækifæri til að upplifa náttúruna og umhverfið út frá eigin forsendum. Með þeim hætti eflist hugmyndaflug og sköp...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Jörundur Guðni Harðarson, Rósa Guðrún Óskarsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2008
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1675
Description
Summary:Verkefnið er lokað Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Ritgerðin fjallar um skapandi starf barna í leikskóla og mikilvægi þess að þau fái tækifæri til að upplifa náttúruna og umhverfið út frá eigin forsendum. Með þeim hætti eflist hugmyndaflug og sköpunarþörf barna. Við skipuleggjum þemaverkefni um fjöruna sem ætlað er elstu börnum í leikskóla og rökstyðjum faglega umfjöllun okkar með Aðalnámskrá leikskóla til grundvallar. Auk þess er stuðst við kenningar fræðimannanna John Dewey, Jerome Bruner, Jean Piaget, Lev Vygotsky, Elliot Eisner og Howard Gardner en þeir leggja áherslu á virkni barnsins og áhuga. Þemaverkefnið byggist á kennsluaðferðum félagslegrar hugsmíðahyggju og könnunaraðferðarinnar en þessar aðferðir beina athyglinni að virkni barnsins og áhuga og að börn byggi þekkingu sína á reynsluheimi sínum. Við höfum einnig að leiðarljósi leikskólastarf sem kennt er við Reggio Emilia en starfið einkennist af þeim sjónarmiðum sem byggjast á trú á getu barna og að þau eigi að vera þátttakendur í að móta starfið í leikskólanum. Áherslan er á lýðræðisleg vinnubrögð þar sem tekið er tillit til óska og áhuga barnanna. Jafnframt er lögð áhersla á að barnið sé skapandi, sjálfstætt og virkt í eigin þroska. Að lokum veltum við fyrir okkur leiðum til að meta þemaverkefnið og styðjumst við ferilmöppumat og huglægt mat.