Viðskiptaáætlun Eagle

Markmið þessa verkefnis var að komast að því hvort rekstrargrundvöllur væri fyrir íþróttavöruverslun, með áherslu á golfvarning á Akureyri, en viðskiptaáætlun þessi lýtur að öllum þeim þáttum sem snerta rekstur fyrirtækisins og mun hún því leggja grunninn að stofnun verslunarinnar. Eftirfarandi rann...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sunna Dís Klemensdóttir 1988-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16701
Description
Summary:Markmið þessa verkefnis var að komast að því hvort rekstrargrundvöllur væri fyrir íþróttavöruverslun, með áherslu á golfvarning á Akureyri, en viðskiptaáætlun þessi lýtur að öllum þeim þáttum sem snerta rekstur fyrirtækisins og mun hún því leggja grunninn að stofnun verslunarinnar. Eftirfarandi rannsóknarspurning var sett fram: 1) Eru rekstrarforsendur fyrir íþróttavöruverslun á Akureyri sem byggir aðallega á sölu golfvarnings yfir sumartímann og annara íþrótta- og útivistarvara yfir veturinn? 2) Hvaða íþrótta- og úvivistarvörur ætti verslunin að stefna á í vöruúrvali yfir vetrartímann? Til þess að komast að því var gerð markaðsrannsókn er tók til meðlima fimm golfklúbba á Norðurlandi sem vóg stærstan hluta verkefnisins. Notast var við forritið kwiksurveys.com þar sem spurningarlisti sem hafði verið hannaður var sendur frá forritinu á þá iðkendur sem lentu í úrtakinu. Niðurstöður könnunarinnar varðandi kauphegðun golfiðkenda var lögð til grundvallar við gerð viðskiptaáætlunarinnar. Framkvæmdar voru einnig Svót-, PEST og Porter´s greiningar, ásamt rekstraráætlun til fimm ára Niðurstöður áætlunarinnar benda til þess að rekstrargrundvöllur sé fyrir íþrótta- og útivistarvöruverslun á Akureyri en fyrstu tvö ár starfseminnar er afkoma þess rúmlega 2.000.000 krónur, afkoma ársins 2015 er tæplega 1.400.000 krónur, það ár er afkoman töluvert lægri heldur en árin áður, það má rekja til þátta eins og hærri launakostnaðar og fleiri stöðugilda innan fyrirtækisins. Árin 2016-2017 er afkoman hvort árið um sig tæplega 2.000.000 krónur. Lykilorð: Markaðsáætlun, Markaðsrannsókn, Porter greining, PEST greining, Svót greining og Viðskiptaáætlun.