Andvægi gegn kyrrstöðum : mikilvægi hreyfingar og íþróttaiðkunar barna og unglinga á Akureyri

Offita og hreyfingarleysi er alþjóðlegt vandamál, ekki einungis hjá fullorðnum einstaklingum heldur einnig hjá grunnskólabörnum. Nauðsynlegt er að finna andvægi gegn þeirri kyrrstöðu sem fylgir grunnskólanáminu sem og því mikla hreyfingarleysi sem fylgir nútímasamfélaginu. Með því að kanna hversu mö...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Inga Dís Sigurðardóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2008
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1661
Description
Summary:Offita og hreyfingarleysi er alþjóðlegt vandamál, ekki einungis hjá fullorðnum einstaklingum heldur einnig hjá grunnskólabörnum. Nauðsynlegt er að finna andvægi gegn þeirri kyrrstöðu sem fylgir grunnskólanáminu sem og því mikla hreyfingarleysi sem fylgir nútímasamfélaginu. Með því að kanna hversu mörg börn og unglingar eru að stunda íþróttir er hægt að fá heildarmynd af virkni og þátttöku þeirra í hreyfingu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna íþróttaiðkun barna og unglinga á Akureyri. Svipaðar rannsóknir hafa verið gerðar en þessi rannsókn byggðist bæði á svörum frá nemendum grunnskóla og formönnum íþróttafélaga. Til að fá svar við þessu var könnun gerð meðal nemenda í 7. og 10. bekk í þremur af sex grunnskólum Akureyrarbæjar. Niðurstöðurnar sýndu að fleiri nemendur stunda íþróttir í sjöunda bekk en tíunda bekk, sem sýnir enn betur fram á það brottfall sem vill verða þegar börn eldast. Stúlkur eru í meiri hluta þegar kemur að íþróttaiðkun sem ekki er í samræmi við fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið, en þar hafa drengir verið í talsverðum meirihluta. Einnig sýndu niðurstöður fram á að mikinn fjölda barna og unglinga langar til að æfa íþróttir þó svo að þeir geri það ekki og eru ástæðurnar af ýmsum toga. Abstract: Obesity and the lack of movement are global problems, not only with adult individuals but with school children as well. It is necessary to oppose the stationary activities which follow children's education and the physical inactivity inherent in modern society. By studying the number of children and teenagers participating in sports it's possible to get the big picture of their engagement in physical activity. The objective of the study was to survey the sports participation of children and teenagers in Akureyri. Similar researches have been made but this particular one was based upon the answers of both primary school children and the directors of sports clubs. To get the answers to this a survey was conducted with students in classes 7 – 10 of three out of six primary schools in Akureyri. The ...