Innkaupastjórnun og innkaupastjórnun í Vífilfelli. Er hægt að betrumbæta birgðahald Vífilfells?

Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um innkaupastjórnun, skoða innkaupastjórnun í framleiðslufyrirtækinu Vífilfelli, sem staðsett er í Reykjavík, og athuga hvort hægt sé að betrumbæta birgðahald fyrirtækisins. Rannsóknarspurningin sem á að svara er: Er hægt að betrumbæta birgðahald Vífilfells? I...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóhanna Soffía Sigurðardóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16546
Description
Summary:Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um innkaupastjórnun, skoða innkaupastjórnun í framleiðslufyrirtækinu Vífilfelli, sem staðsett er í Reykjavík, og athuga hvort hægt sé að betrumbæta birgðahald fyrirtækisins. Rannsóknarspurningin sem á að svara er: Er hægt að betrumbæta birgðahald Vífilfells? Innkaupastjórnun er hluti af vörustjórnun og í vörustjórnun er ferli vara stjórnað frá upphafi til enda en í innkaupastjórnun eru innkaupum og birgðahaldi fyrirtækis stjórnað. ABC greining er birgðagreining sem flokkar vörur eftir mikilvægi og liggja mismunandi forsendur að baki því hvernig fyrirtæki meta mikilvægi vara. Það er til dæmis hægt að flokka vörur eftir framlegð, kostnaði eða sölu og í mismarga flokka. Ritgerðin er heimildar og rannsóknarritgerð sem var unnin samkvæmt eigindlegri rannsóknaraðferð. Tekið var viðtal við Völu Rún Gísladóttur, sem var þá sérfræðingur í framleiðslu og innkaupum Vífilfells en er nú orðin yfirmaður vöruhúss og innkaupa, og upplýsingar voru skoðaðar úr bókhaldskerfi Vífilfells til að skoða birgðagreiningu og birgðahald fyrirtækisins. Helstu niðurstöður eru að hægt er að betrumbæta birgðahald Vífilfells. Þar má nefna að á síðasta ári hefur Vífilfell verið að framleiða vörur sem skila neikvæðri framlegð og bendir það til að fyrirtækið hefur verið að borga með þessum vörum. Fyrirtækið er því að nota fjármagn í að framleiða hluta af vörum sem skila fyrirtækinu ekki arðsemi. Einnig gerir Vífilfell ekki birgðagreiningu á innkaupum fyrirtækisins heldur notar birgðagreiningu aðeins sem hjálpartól til að ákvarða hvaða tegundir hafa forgang í framleiðslu og birgðagreining fyrirtækisins hefur aðeins verið notuð fyrir framleiðslulínur að Stuðlahálsi í Reykjavík.