„Verður maður ekki alltaf að skoða málin betur?" Siðferðileg álitamál í náms- og starfsráðgjöf í framhaldsskólum

Þessi ritgerð segir frá eigindlegri rannsókn á siðferðilegum álitamálum í náms- og starfsráðgjöf í framhaldsskólum á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvernig uppbygging siðferðilegra álitamála er í náms- og starfsráðgjöf í framhaldsskólum og afla upplýsinga um hvað er gert til a...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigrún Þórarinsdóttir 1968-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16496
Description
Summary:Þessi ritgerð segir frá eigindlegri rannsókn á siðferðilegum álitamálum í náms- og starfsráðgjöf í framhaldsskólum á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvernig uppbygging siðferðilegra álitamála er í náms- og starfsráðgjöf í framhaldsskólum og afla upplýsinga um hvað er gert til að vinna með þessi álitamál. Fræðilegur hluti ritgerðar fjallar um siðferðileg álitamál frá sjónarhorni erlendra rannsakenda og fræðimanna sem og siðareglur hérlendis og erlendis. Viðtöl voru tekin við 6 náms- og starfsráðgjafa starfandi í framhaldsskólum og eitt rýnihópaviðtal var með 4 ráðgjöfum saman. Niðurstöður byggjast á greiningu gagna sem aflað var með viðtölunum og rýnihópnum. Niðurstöður gefa til kynna að algengast er að siðferðileg álitamál í framhaldsskólum tengist trúnaði; flóknum samskiptum, tengslum og hlutverkum og faglegum vinnubrögðum og gildum. Það kom í ljós að ráðgjafarnir átta sig ekki alltaf strax á að um siðferðileg álitamál sé að ræða en þegar það er orðið ljóst reyna ráðgjafarnir að finna lausn á álitamálunum. Að mati þátttakenda eru siðferðileg álitamál nokkuð sem þarf að hafa í huga í ráðgjöf og flestir þátttakenda töldu að þau kæmu sennilega upp daglega. Niðurstöður geta nýst til frekari rannsókna tengdum siðferðilegum álitamálum í náms- og starfsráðgjöf og geta þannig stutt við fagþróun stéttarinnar. Lykilorð: Náms- og starfsráðgjafar, námsráðgjafar, siðferðileg álitamál, siðfræði, framhaldsskólar. The aim of this research was to get a perspective on the ethical dilemmas that education and career counselors in colleges in Iceland experience. The focus was directed on finding the structure of the dilemmas and also to gain information about how the counselors respond to these dilemmas. The theoretical part is about the ethical dilemmas seen through the eyes of foreign researchers and scholars and codes of conduct both here and abroad. The research was conducted by interviewing six education and career counselors and four counselors participated in a focus group. The results are based on ...