Rættist draumurinn? Um virkni samráðsvefjarins Betri Reykjavík í ljósi íbúalýðræðis

Meginviðfangsefni þessarar mastersritgerðar í opinberri stjórnsýslu er íbúalýðræði og þátttökulýðræði og þær auknu áherslur sem lagðar hafa verið á samráð við íbúa, meðal annars með nýjum samráðskafla sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Þær áherslur eru í takt við auknar kröfur íbúa um aðkomu að stefn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Svanhildur Eiríksdóttir 1968-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16407
Description
Summary:Meginviðfangsefni þessarar mastersritgerðar í opinberri stjórnsýslu er íbúalýðræði og þátttökulýðræði og þær auknu áherslur sem lagðar hafa verið á samráð við íbúa, meðal annars með nýjum samráðskafla sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Þær áherslur eru í takt við auknar kröfur íbúa um aðkomu að stefnumótun hins opinbera. Þar hefur Internetið skapað margvísleg tækifæri og eru þau tækifæri einnig rakin hér. Í framhaldi er virkni og notkun samráðsvefsins Betri Reykjavík rannsökuð en vefurinn var formlega opnaður í október 2011. Tekin voru viðtöl við aðstandendur Betri Reykjavíkur, bæði frá Reykjavíkurborg, sem stýrir lýðræðishluta verkefnisins og Íbúum sjálfseignarstofnun, sem á hugbúnaðinn. Þaðan koma jafnframt upphafsmenn og hugmyndasmiðir vefjarins. Þá var myndaður rýnihópur með notendum en markmið viðtalanna var að fá góðar upplýsingar um sögu og markmið samráðsvefjarins, virkni og reynslu af notkun. Notendur Betri Reykjavíkur eru að mörgu leyti ánægðir með samráðsvefinn og þann möguleika sem hann hefur skapað til aukinnar þátttöku íbúa í málefnum og rekstri Reykjavíkurborgar. Gallarnir séu hins vegar það margir að einungis sé hægt að líta á verkefnið sem góða byrjun eða þróunarverkefni. Stærstu gallarnir eru skortur á upplýsingum, skortur á svörun úr kerfinu sem og skortur á samráði við íbúa en þetta þrennt er grundvöllur að þátttöku íbúa samkvæmt lýðræðiskenningum. Niðurstöður gefa til kynna að stefnumið skorti fyrir Betri Reykjavík og að skilgreina þurfi aðkomu kjörinna fulltrúa og embættismanna að samráðsvefnum, svo bæta megi upplýsingaflæði og samráð við íbúa. Lykilorð: Íbúalýðræði, þátttökulýðræði, rökræðulýðræði, Betri Reykjavík, samfélagsvefir, Internetið, samráð, rafrænt lýðræði. The main object of this Master thesis in public administration is local democracy, participatory democracy and the increasing emphasis on consultation with citizens, aided by the new local government act nr. 138/2011. This emphasis is in accordance with the increasing demand of citizens to be involved in policy-making. Here ...