Skapandi skrifræði : umbreyting ímyndar í efri byggðum Breiðholts

Hvernig er hægt að breyta rótgrónum fordómum borgarbúa um efri byggðir Breiðholtsins? Hvaða aðferðum er hægt að beita til að virkja og efla íbúa til að breyta hverfismenningunni innan frá? Um er að ræða mikilvægt hagsmunamál sem borgaryfirvöld hafa falið hverfisstjóra Breiðholts að takast á við. Hér...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðrún Dís Jónatansdóttir 1969-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
MPM
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16319
Description
Summary:Hvernig er hægt að breyta rótgrónum fordómum borgarbúa um efri byggðir Breiðholtsins? Hvaða aðferðum er hægt að beita til að virkja og efla íbúa til að breyta hverfismenningunni innan frá? Um er að ræða mikilvægt hagsmunamál sem borgaryfirvöld hafa falið hverfisstjóra Breiðholts að takast á við. Hér verður viðfangsefnið skoðað út frá sögu og skipulagi hverfisins og sjónarhóli íbúa og borgaryfirvalda. Einkum verður litið til unglinganna með þá tilgátu að leiðarljósi að með því að sinna þeim sérstaklega og virkja til þátttöku í menningartengdum samfélagsverkefnum megi stíga mikilvæg skref til að umbreyta ímynd Efra-Breiðholts. Í hugmyndum fræðimanna um skapandi borgir er að finna margar áhugaverðar leiðir til að breyta hugarfari íbúa og ráðandi afla í samfélaginu. Þar liggur áherslan á að virkja alla sem eiga hagsmuna að gæta til að nálgast verkefnið af opnum hug, með skapandi hugsun, jákvæðni og nýsköpun að leiðarljósi. Að samnýta þá hugmyndafræði með viðurkenndum aðferðum stefnumótunar og breytingastjórnunar er spennandi leið til að takast á við þann ímyndarvanda sem blasir við borgaryfirvöldum, íbúum og stjórnendum stofnana í Efra-Breiðholti. Í niðurstöðum könnunar sem lögð var fyrir 8. – 10. bekkinga í Fellaskóla og Hólabrekkuskóla kemur fram að þau áhugasvið sem skora hæst eru popp- og rokktónlist, teikning og hip hop dans. Þau lýsa gjarnan Efra-Breiðholti sem “gettói” sem hlýtur að kalla á umræðu og aðgerðir íbúa og borgaryfirvalda. En hvað er til ráða? Niðurstaðan er sú að virkja beri unglingana með því að mæta áhuga þeirra á menningartengdum frístundum með spennandi framboði og gæta að jöfnu aðgengi allra. Þannig skapist dýrmætt tækifæri til að styrkja þann hóp sem hefur hvað mest vægi þegar kemur að ímyndarsköpun Efra-Breiðholts. How can deep-rooted prejudices towards the Upper Breiðholt area of Reykjavík be changed? What methods could be used to mobilise and motivate the people of Upper Breiðholt to change the tone of their area from the inside? These are important questions which the city authorities ...