Eru tengsl á milli starfsánægju, fyrirtækjahollustu og þegnhegðunar?

Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvernig starfsánægju væri háttað hjá starfsmönnum félagslegrar heimaþjónustu í Reykjavík og hvort tengsl væru á milli starfsánægju og hollustu annars vegar og hollustu og þegnhegðunar hinsvegar. Megindlegri aðferðafræði var beitt og var mælitækið spurningalist...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðbjörg Einarsdóttir 1962-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16212
Description
Summary:Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvernig starfsánægju væri háttað hjá starfsmönnum félagslegrar heimaþjónustu í Reykjavík og hvort tengsl væru á milli starfsánægju og hollustu annars vegar og hollustu og þegnhegðunar hinsvegar. Megindlegri aðferðafræði var beitt og var mælitækið spurningalisti sem samanstóð af 66 fullyrðingum, sem þátttakendur þurftu að taka afstöðu til, auk nokkurra bakgrunnsbreyta. Framkvæmd rannsóknarinnar fór fram dagana 26. október til og með 9. nóvember 2012. Úrtakið samanstóð af 214 starfsmönnum og var svarhlutfall 49,5%. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að ekki mældist marktæk fylgni á milli hugsmíðanna starfsánægju, hollustu og þegnhegðunar. Þetta verður að teljast athyglisverð niðurstaða, sérstaklega með tilliti til þess að margar erlendar rannsóknir benda til hins gagnstæða. Vert er fyrir stjórnendur að gefa þessu gaum.